Bónus-deild kvenna

Fréttamynd

Yfir­gefur Aþenu og semur við nýliðana

Nýliðar Ármanns í Bónus-deild kvenna eru á fullu að safna liði fyrir komandi vetur og hafa bætt leikmanni í hópinn með reynslu úr efstu deild en Dzana Crnac hefur samið við Ármann og kemur til liðsins frá Aþenu.

Körfubolti
Fréttamynd

Snýr aftur til Ís­lands betri en nokkru sinni áður

Ríkjandi bikar­meistarar kvenna í körfu­bolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tíma­bili. Liðið hefur nælt í ís­lensku lands­liðs­konuna Dani­elle úr at­vinnu­mennsku og eftir að hafa verið með betri leik­mönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Ís­lands sem mun betri leik­maður.

Körfubolti
Fréttamynd

Þór dregur liðið úr keppni í efstu deild

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs frá Akureyri hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónus deild kvenna og skrá liðið þess í stað í 1. deildina á næsta tímabili. Ákvörðunin er tekin í kjölfar fregna um brotthvarf tveggja lykilleikmanna liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarnan sækir tvo öfluga Þórsara

Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég fékk að gera ó­tal mis­tök og læra af þeim“

Daníel Andri Halldórs­son er nýr þjálfari kvenna­liðs KR í körfu­bolta og fær það verk­efni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. 

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk að mæta að­eins seinna í vinnu eftir Ís­lands­meistara fögnuð

„Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfu­bolta­vellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrir­liði Hauka sem varð í gær Ís­lands­meistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukku­stundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel.

Körfubolti