Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði.

Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík.

Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands.

Perónistar misstu þingmeirihluta í fyrsta skipti í áratugi
Stjórnarflokkur perónista í Argentínu missti meirihluta sinn á þingi í fyrsta skipti í tæp fjörutíu ár í þingkosningum sem fóru fram í gær. Vaxandi verðbólga og fátækt var flokki Albertos Fernandéz forseta dýrkeypt.

Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir
Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið.

Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu
Kristalina Georgieva getur setið áfram sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að stjórn hans lýsti yfir fullum stuðningi við hana að liknum fundi í gær. Taldi stjórnin ekki fullsannað að Georgieva hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu Kína þegar hún starfaði fyrir Alþjóðabankann.

AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga
Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum.

Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu
Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag.

Gríðarháar niðurgreiðslur til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins
Jarðefnaeldsneytisiðnaður heimsins fær um ellefu milljónir Bandaríkjadala í niðurgreiðslur frá ríkjum heimsins á hverri einustu mínútu allan ársins hring.

Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins
Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína.

Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína
Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum.

Áhersla lögð á atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkomu einkageirans
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti um nýliðna helgi ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC.