Innherji

AGS: Gæti þurft að auka að­hald í rík­i­fjár­mál­um en raun­vextir hæf­i­legir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að aðhald opinberra fjármála á árunum 2025 til 2029 gæti orðið að aukast til að ná markmiðum um verðbólgu. Núverandi raunvaxtastig er talið hæfilegt en eftir því sem verðbólga og verðbólguvæntingar hjaðna skapast svigrúm til lækkunar meginvaxta. Þá ættu stjórnvöld að endurskoða takmarkanir á afleiðuviðskiptum banka með gjaldeyri með það fyrir augum að dýpka þann markað.


Tengdar fréttir

AGS varar við hættu á pólitískum þrýstingi í fjár­mála­eftir­lits­nefnd

Nefndarseta fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans getur skapað hættu á pólitískum þrýstingi, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur gert athugasemdir við þá skipan mála í samskiptum sínum við stjórnvöld en sjóðurinn vinnur nú að viðamikilli úttekt á íslenska fjármálakerfinu. Skrifstofustjóri ráðuneytisins, sem er í nefndinni og sóttist eftir því að verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, dró umsókn sína til baka sama dag og ráðherra skipaði í embættið. 

AGS segir Seðla­bankanum að fylgjast vel með fast­eigna­fé­lögum

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur að undanförnu lagt mat á stöðu efnahagsmála hér á landi, telur að fylgjast þurfi vel með atvinnuhúsnæðismarkaðinum og mögulega þarf að innleiða sérstök lánþegaskilyrði fyrir fasteignafélög sem eru mjög skuldsett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×