Innherji

AGS varar við hættu á pólitískum þrýstingi í fjár­mála­eftir­lits­nefnd

Hörður Ægisson skrifar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vinnur nú að heildstæðu og ítarlegu mati á íslenska fjármálakerfinu, meðal annars sem lýtur að öllum þáttum fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Áætlað er að endanlegar niðurstöður þeirrar vinnu muni liggja fyrir um mitt ár.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vinnur nú að heildstæðu og ítarlegu mati á íslenska fjármálakerfinu, meðal annars sem lýtur að öllum þáttum fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Áætlað er að endanlegar niðurstöður þeirrar vinnu muni liggja fyrir um mitt ár.

Nefndarseta fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans getur skapað hættu á pólitískum þrýstingi, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur gert athugasemdir við þá skipan mála í samskiptum sínum við stjórnvöld en sjóðurinn vinnur nú að viðamikilli úttekt á íslenska fjármálakerfinu. Skrifstofustjóri ráðuneytisins, sem er í nefndinni og sóttist eftir því að verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, dró umsókn sína til baka sama dag og ráðherra skipaði í embættið. 


Tengdar fréttir

Þurfum að hafa „augun opin“ fyrir á­hættu við upp­gang skugga­banka­kerfis

Umfangsmiklar breytingar á skipuriti og fækkun sviða sem sinna fjármálaeftirliti, meðal annars í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn með áhættuþáttum í starfsemi þeirra sem sinna útlánum, eru viðbragð við ákalli tímans um meiri sérhæfingu og mun gefa eftirlitinu meiri slagkraft, að sögn seðlabankastjóra. Þótt því fylgi kostir að fjármálaleg milliganga sé að færast til ýmissa sjóða, stundum nefnt skuggabankakerfi, þá er mikilvægt að hafa „augun opin“ fyrir þeirri áhættu sem þær breytingar skapa.

Gunnar kemur inn fyrir Andra í fjármálaeftirlitsnefnd

Breytingar hafa verið gerðar á fjármálaeftirlitnefnd Seðlabanka Íslands eftir að Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði sig úr nefndinni fyrr í haust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×