Viðskipti erlent

AGS spáir samdrætti hjá þriðjungi ríkja heims

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Árið fer erfiðlega af stað í Kína þrátt fyrir u-beygju stjórnvalda í aðgerðum gegn Covid.
Árið fer erfiðlega af stað í Kína þrátt fyrir u-beygju stjórnvalda í aðgerðum gegn Covid. AP/Ng Han Guan

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þriðjung ríkja heims standa frammi fyrir samdrætti árið 2023. Framkvæmdastjórinn Kristalina Georgieva segir árið munu verða erfiðara en árið 2022.

Stríðið í Úkraínu, stýrivaxta- og verðhækkanir og útbreiðsla Covid í Kína eru meðal þeirra vandamála sem blasa við efnahagskerfum heimsins.

Georgieva sagði í viðtali við Face the Nation á CBS að jafnvel í þeim ríkjum sem glímdu ekki við samdrátt, myndu hundruð milljónir íbúa búa við samdráttar-líkar aðstæður. Hún sagði árið myndu byrja erfiðlega í Kína og áhrifin af því yrðu erfið bæði fyrir Kína og allan heiminn.

Katrina Ell, hagfræðingur hjá Moody's Analytics í Sydney, segir í samtali við BBC að jafnvel þótt spár geri ekki ráð fyrir samdrætti á heimsvísu, séu líkurnar óþægilega miklar. Evrópa muni ekki sleppa og Bandaríkin séu á bjargbrúninni.

Framleiðsla í Kína dróst saman í desember, þriðja mánuðinn í röð. Kínversk stjórnvöld tóku u-beygju í afstöðu sinni til kórónuveirufaraldursins í lok árs og drógu verulega úr aðgerðum til að takmarka dreifingu farsóttarinnar en óvíst er hversu langan tíma það mun taka hagkerfið að ná sér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×