Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 08:51 Nayib Bukele, forseti El Salvador, heldur á stuttermabol með slagorði fyrir rafmyntir. Hann gerði bitcoin að opinberum gjaldmiðli árið 2021. Vísir/EPA Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. Samkomulagið um lánveitinguna dregur verulega úr áhættunni sem fylgir rafmyntarstefnu salvadorskra stjórnvalda, að sögn gjaldeyrissjóðsins. Það felur meðal annars í sér að stjórnvöld leyfi eigendur fyrirtækja að ákveða sjálfir hvort þeir taki við bitcoin eða ekki. Lán AGS til El Salvador er ætlað að styðja við efnahag Miðameríkuríkisins. Sjóðurinn hafði sagt að stefna landsins í rafmyntarmálum væri steinn í götu þess að það fengi efnahagslega aðstoð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. El Salvador var á barmi greiðslufalls vegna hruns á verði rafmynta árið 2022. Þrátt fyrir það er Nayib Bukele, forseti El Salvador, ekki af baki dottinn í herferð sinni til að rafmyntavæða landið. Hann hefur fagnað styrkingu bitcoin í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Rafmyntin hefur verið í hæstu hæðum undanfarna daga. Bukele hefur verið forseti El Salvadors frá 2019. Stjórnarfar í forsetatíð hans hefur í vaxandi mæli færst í valdboðsátt. Mannréttindasamtök hafa meðal annars gagnrýnt herlög sem hann setti á og gerræðisleg vinnubrögð lögreglu í stríði Bukele við ofbeldisfull fíkniefnagengi landsins. Þá saka þau Bukele um bandamann hans um að afnema kerfisbundið allar hömlur á völd hans sem forseta. El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. 15. mars 2023 07:01 Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkomulagið um lánveitinguna dregur verulega úr áhættunni sem fylgir rafmyntarstefnu salvadorskra stjórnvalda, að sögn gjaldeyrissjóðsins. Það felur meðal annars í sér að stjórnvöld leyfi eigendur fyrirtækja að ákveða sjálfir hvort þeir taki við bitcoin eða ekki. Lán AGS til El Salvador er ætlað að styðja við efnahag Miðameríkuríkisins. Sjóðurinn hafði sagt að stefna landsins í rafmyntarmálum væri steinn í götu þess að það fengi efnahagslega aðstoð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. El Salvador var á barmi greiðslufalls vegna hruns á verði rafmynta árið 2022. Þrátt fyrir það er Nayib Bukele, forseti El Salvador, ekki af baki dottinn í herferð sinni til að rafmyntavæða landið. Hann hefur fagnað styrkingu bitcoin í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Rafmyntin hefur verið í hæstu hæðum undanfarna daga. Bukele hefur verið forseti El Salvadors frá 2019. Stjórnarfar í forsetatíð hans hefur í vaxandi mæli færst í valdboðsátt. Mannréttindasamtök hafa meðal annars gagnrýnt herlög sem hann setti á og gerræðisleg vinnubrögð lögreglu í stríði Bukele við ofbeldisfull fíkniefnagengi landsins. Þá saka þau Bukele um bandamann hans um að afnema kerfisbundið allar hömlur á völd hans sem forseta.
El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. 15. mars 2023 07:01 Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. 15. mars 2023 07:01
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent