Stafræn þróun

Fréttamynd

Fyrir­gefðu mér mín kæra Harpa

Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni

Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Lítil stemning fyrir rafrænni undir­ritun

Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­fest í staf­rænni þjónustu fyrir eldra fólk - Reykja­víkur­borg leiðandi á Norður­löndunum

Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði.

Skoðun
Fréttamynd

Lagt til að auglýsingasala RÚV verði staf­ræn

Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­eldrar ungra reyk­vískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á bið­listum

Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“

Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. 

Innlent
Fréttamynd

Besti vinnu­staðurinn '23:  Enginn er yfir­maður eða  undir­maður

„Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fækka heim­sóknum á spítalann með appi í símanum

Íbúum á Suðurlandi hefur síðustu misseri staðið til boða að nýta nýja lausn til fjarheilbrigðisþjónustu. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, segir að eftir að tæknin var innleidd hafi vitjunum fækkað og starfsfólk getað nýtt tíma sinn betur. 

Innlent
Fréttamynd

Hraðar fram­farir í staf­rænni þjónustu vekja at­hygli er­lendis

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun Evrópusambandsins á stafrænni þjónustu og hækkaði um heil þrjú sæti milli ára. Þessar hröðu framfarir okkar Íslendinga á þessum vettvangi hafa vakið eftirtekt erlendis, segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugsmiðjunnar.

Innherji
Fréttamynd

Ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá RÚV

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Net­öryggi snýst ekki lengur bara um tækni - heldur um fólk

Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

Nú hægt að sækja um vegabréf á netinu

Forsjáraðilar þurfa ekki lengur að mæta báðir til sýslumanns til að sækja um vegabréf fyrir börn sín. Vegabréfsumsóknir og greiðsla fyrir þau eru nú á netinu. Eftir að umsókn er lokið er svo hægt að bóka tíma í myndatöku, eða mæta. 

Innlent
Fréttamynd

Stafrænn minimalismi

Við sem einstaklingar getum vissumlega tekið meiri ábyrgð í okkar stafrænu neyslu. Við getum eytt gömlum gögnum og öppum, tekið færri myndir, skráð okkur af ónauðsynlegum póstlistum, sætt okkur við gamla símann og gömlu tölvuna í nokkur ár í viðbót og fleira. Þessar aðgerðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líf okkar önnur en bara að minnka okkar stafræna kolefnisfótspor.

Umræðan
Fréttamynd

Gagna­hlað­borð Reykja­víkur er komið í loftið

Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu.

Skoðun
Fréttamynd

Sonur minn er þörunga­sér­fræðingur

„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Til­gangur kennarans ekki að lesa rit­gerðir eftir gervi­greind

Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans.

Innlent
Fréttamynd

Tryggjum staf­rænt að­gengi fyrir fatlað fólk

Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Tímamót í viðskiptum með fasteignir

Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu.

Viðskipti innlent