Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir skrifa 15. janúar 2025 14:01 Í hröðum tæknidrifnum heimi nútímans er stafræn hæfni orðin afgerandi þáttur til sóknar fyrir fyrirtæki í ýmsum greinum. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustu þar sem blikur eru á lofti um erfiðari stöðu en áður, samanber niðurstöður KPMG viðhorfskönnunar ferðþjónustuaðila 2025. Fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki er ekki bara gagnlegt að þekkja stafræna hæfni sína, heldur hreinlega nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfni og langtíma sjálfbærni. Að búa yfir stafrænni hæfni vísar til getu fyrirtækis til að innleiða og nýta stafræna tækni á markvissan hátt. Þetta tekur til margvíslegra þátta, þar á meðal tæknilegra innviða, hæfni starfsfólks, notkun gervigreindar, sjálfvirknivæðingar og þjónustu við viðskiptavini. Fyrir ferðaþjónustu á Íslandi sem byggist fyrst og fremst á erlendum gestum, getur stafrænn undirbúningur haft veruleg áhrif á arðsemi fyrirtækja. Hvers vegna skiptir stafræn hæfni máli ? Ferðamenn í dag treysta sífellt meira á stafrænan vettvang og gervigreind til að skipuleggja ferðir sínar. Víðtæk þekking á stafrænum lausnum og notkun gervigreindar gerir íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að hagræða ferlum sínum, bjóða upp á hnökralausa bókunarupplifun, persónuleg samskipti og skilvirka þjónustu við viðskiptavini. Ferðaþjónustan starfar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi þar sem fyrirtæki keppast um athygli ferðamanna á sífellt vaxandi markaði. Með því að mæla stafræna getu sína geta ferðaþjónustufyrirtæki greint gloppur og brugðist við á réttan hátt. Sjálfbærni verður æ mikilvægari fyrir ferðalanga og þar geta stafræn verkfæri hjálpað ferðaþjónustufyrirtækjum að fylgjast með og bæta umhverfisáhrif sín. Með því að innleiða vistvæna starfshætti og stjórna nýtingu auðlinda á ábyrgan hátt, stuðlar stafræn hæfni að nýsköpun og styður við sjálfbæra ferðaþjónustu. Fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki er skilningur og aukning á stafrænni hæfni ekki eingöngu rekstrarleg æfing heldur nauðsynleg fyrir stefnu til framtíðar. Með því að greina stafræna styrkleika og veikleika sína geta fyrirtæki lagað sig að breyttri markaðsvirkni, bætt upplifun viðskiptavina og ýtt undir nýsköpun sem knýr vöxt. Eftir því sem ferðaþjónustulandslagið heldur áfram að þróast munu þeir sem fjárfesta í stafrænni hæfni sinni án efa verða leiðandi í greininni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur undanfarna mánuði unnið að þróun Ferðapúlsins í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur Landshlutanna og SAF. Ferðapúlsinn inniheldur spurningar sérsniðnar fyrir ferðaþjónustuna og tekur aðeins um 8-10 mínútur að svara spurningunum og fá niðurstöður. Hann gerir fyrirtækjum í ferðaþjónustu kleift að mæla ýmsa þætti í starfsemi sinni sem snúa að stafrænni hæfni eins og notkun gervigreindar, gagnagreiningum, stafrænni markaðssetningu og fleira. Í niðurstöðum matsins er einnig boðið upp á tillögur að úrlausnum. Ferðapúlsinn mun auk þess gera atvinnugreininni kleift að greina stafræna hæfni milli landsvæða sem og á landsvísu og þar með staðsetja sig í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Taktu púlsinn á þínu ferðaþjónustufyrirtæki! https://haefni.is/ferdapulsinn/ Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Stafræn þróun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Í hröðum tæknidrifnum heimi nútímans er stafræn hæfni orðin afgerandi þáttur til sóknar fyrir fyrirtæki í ýmsum greinum. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustu þar sem blikur eru á lofti um erfiðari stöðu en áður, samanber niðurstöður KPMG viðhorfskönnunar ferðþjónustuaðila 2025. Fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki er ekki bara gagnlegt að þekkja stafræna hæfni sína, heldur hreinlega nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfni og langtíma sjálfbærni. Að búa yfir stafrænni hæfni vísar til getu fyrirtækis til að innleiða og nýta stafræna tækni á markvissan hátt. Þetta tekur til margvíslegra þátta, þar á meðal tæknilegra innviða, hæfni starfsfólks, notkun gervigreindar, sjálfvirknivæðingar og þjónustu við viðskiptavini. Fyrir ferðaþjónustu á Íslandi sem byggist fyrst og fremst á erlendum gestum, getur stafrænn undirbúningur haft veruleg áhrif á arðsemi fyrirtækja. Hvers vegna skiptir stafræn hæfni máli ? Ferðamenn í dag treysta sífellt meira á stafrænan vettvang og gervigreind til að skipuleggja ferðir sínar. Víðtæk þekking á stafrænum lausnum og notkun gervigreindar gerir íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að hagræða ferlum sínum, bjóða upp á hnökralausa bókunarupplifun, persónuleg samskipti og skilvirka þjónustu við viðskiptavini. Ferðaþjónustan starfar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi þar sem fyrirtæki keppast um athygli ferðamanna á sífellt vaxandi markaði. Með því að mæla stafræna getu sína geta ferðaþjónustufyrirtæki greint gloppur og brugðist við á réttan hátt. Sjálfbærni verður æ mikilvægari fyrir ferðalanga og þar geta stafræn verkfæri hjálpað ferðaþjónustufyrirtækjum að fylgjast með og bæta umhverfisáhrif sín. Með því að innleiða vistvæna starfshætti og stjórna nýtingu auðlinda á ábyrgan hátt, stuðlar stafræn hæfni að nýsköpun og styður við sjálfbæra ferðaþjónustu. Fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki er skilningur og aukning á stafrænni hæfni ekki eingöngu rekstrarleg æfing heldur nauðsynleg fyrir stefnu til framtíðar. Með því að greina stafræna styrkleika og veikleika sína geta fyrirtæki lagað sig að breyttri markaðsvirkni, bætt upplifun viðskiptavina og ýtt undir nýsköpun sem knýr vöxt. Eftir því sem ferðaþjónustulandslagið heldur áfram að þróast munu þeir sem fjárfesta í stafrænni hæfni sinni án efa verða leiðandi í greininni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur undanfarna mánuði unnið að þróun Ferðapúlsins í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur Landshlutanna og SAF. Ferðapúlsinn inniheldur spurningar sérsniðnar fyrir ferðaþjónustuna og tekur aðeins um 8-10 mínútur að svara spurningunum og fá niðurstöður. Hann gerir fyrirtækjum í ferðaþjónustu kleift að mæla ýmsa þætti í starfsemi sinni sem snúa að stafrænni hæfni eins og notkun gervigreindar, gagnagreiningum, stafrænni markaðssetningu og fleira. Í niðurstöðum matsins er einnig boðið upp á tillögur að úrlausnum. Ferðapúlsinn mun auk þess gera atvinnugreininni kleift að greina stafræna hæfni milli landsvæða sem og á landsvísu og þar með staðsetja sig í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Taktu púlsinn á þínu ferðaþjónustufyrirtæki! https://haefni.is/ferdapulsinn/ Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun