Verðlag

Fréttamynd

Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“

Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn.

Neytendur
Fréttamynd

Hart sótt að Katrínu vegna verð­bólgunnar

Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Verð­bólgu­kippur í boði hins opin­bera kú­vendir ekki horfunum

Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag.

Innherji
Fréttamynd

Forstjóri Haga: Höfum aldrei séð álíka verðhækkanir frá birgjum áður

Smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup ásamt Olís, segir að allt síðasta ár hafi verðhækkanir frá birgjum og framleiðendum bæði verið „nokkuð tíðar og ansi miklar.“ Forstjóri félagsins vill ekki reyna að vekja upp innstæðulausar væntingar um hvenær verð taki að lækka á ný en hefur „enga trú á að við séum að fara sjá tveggja ára tímabil af þessari stöðu.“

Innherji
Fréttamynd

Verald­leg stöðnun, ekki verald­leg verð­bólgu­kreppa

Færa má sterk rök fyrir því að veraldleg stöðnun (e. secular stagnation) – viðvarandi hægur hagvöxtur – sé á sjóndeildarhringnum fyrir flest þróuð hagkerfi og Kína auk margra nýmarkaðs- og þróunarríkja sem treysta á alþjóðaviðskipti og erlenda fjárfestingu. Þeir sem tala fyrir því sjónarmiði benda á lýðfræðilega þróun þar sem hlutfall aldraðra eykst, viðsnúning hnattvæðingar, loftslagsbreytingar, aukinn ójöfnuð og háa skuldastöðu. Bjartsýnismenn benda hins vegar á kraftinn sem falist getur í hagkerfum yngri þjóða og aukna framleiðni samhliða tækniframförum á borð við gervigreind, vélmennavæðingu og líftækni.

Umræðan
Fréttamynd

Hætta á að launa­hækkanir verði notaðar sem tylli­á­stæða fyrir verð­hækkanir

Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag.

Neytendur
Fréttamynd

Hagnaðardrifna verðbólgan

Þegar hagfræðingar samtímans eru spurðir um samhengi verðmyndunar og ástæður verðbólgu eftir heimsfaraldur eru svörin flest á eina leið. Hökt í aðfangakeðjum, lækkun vaxta á heimsvísu, aukning peningamagns í umferð, sparnaður í heimsfaraldri, Úkraínustríð, vítahringur verðbólguvæntinga og verðlags og ósjálfbærar launahækkanir.

Skoðun
Fréttamynd

Greiningar­deildir bjart­sýnni á verð­bólgu­horfur en Hagar

Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs hækki í janúar, en árstaktur verðbólgunnar lækki frá því í desember. Samkvæmt spá Íslandsbanka sem birtist nú í morgunsárið mun árstaktur verðbólgunnar lækka í 9,2 prósent þegar janúarmæling Hagstofunnar verður gerð opinber. Fyrr í vikunni spáði Landsbankinn því að árstaktur verðbólgunnar lækkaði í 9,4 prósent í janúar.

Innherji
Fréttamynd

Sjón­varps­kaup­endum vel­komið að fá mis­muninn endur­greiddan

Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun.

Neytendur
Fréttamynd

Sjón­varpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verð­saman­burð

Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO.

Neytendur
Fréttamynd

Krefjast fundar með ráðherrum sem allra fyrst vegna tolla

VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Félag atvinnurekenda hafa óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða lækkun og niðurfelllingu tolla í þágu neytenda.

Neytendur
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.