Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2025 12:00 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka, bendir á að nær allir liðir í mælingu á vísitölu neysluverðs séu að hækka. Verð á matar- og drykkjarvörum hækkar um 5,8% milli mánaða. vísir/samsett Aukin verðbólga milli mánaða er áhyggjuefni að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til nýrrar mælingar og haldi vöxtum líklega óbreyttum í nóvember. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar, og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka, bendir á aukningin sé umfram spár. „Flestir liðir eru að hækka eitthvað á milli mánaða. Reiknaða húsaleigan er að hækka til dæmis meira en við gerðum ráð fyrir og það er svona það sem kemur okkur helst á óvart í þessari mælingu,“ segir Bergþóra. Þróunin sé áhyggjuefni. „Það helsta í þessu er að undirliggjandi verðbólga er að aukast og það þýðir að ef við tökum sveiflukennda liði út úr mælingunni er verðbólga samt sem áður að aukast og það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Bergþóra. „Þetta er mæling sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mikið til þannig Seðlabankinn er kannski kominn í svolítið snúna stöðu. Það hefur komið högg á útflutningsgreinarnar okkar síðastliðna mánuði en við erum samt sem áður með mikla verðbólgu og miðað við óbreytta stöðu er líklegast að Seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í nóvember, ekki nema við sjáum hagkerfið kólna enn frekar á næstu vikum.“ Snúið verkefni Verðbólga hafi nú verið í kringum fjögur prósent frá ársbyrjun og það verði erfitt að ná henni niður í markmið. Á síðustu fundum peningastefnunefndar hafi komið fram að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga fer að hjaðna, sem Bergþóra telur að gerist í byrjun næsta árs. „Vonandi er þetta ekki það sem koma skal, að flestir liðir séu að hækka milli mánaða. Það er svolítið áhyggjuefni í okkar augum en við gerum samt sem áður ráð fyrir að hún muni hjaðna. En hún mun hjaðna hægt og það mun taka tíma,“ segir Bergþóra. Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar, og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka, bendir á aukningin sé umfram spár. „Flestir liðir eru að hækka eitthvað á milli mánaða. Reiknaða húsaleigan er að hækka til dæmis meira en við gerðum ráð fyrir og það er svona það sem kemur okkur helst á óvart í þessari mælingu,“ segir Bergþóra. Þróunin sé áhyggjuefni. „Það helsta í þessu er að undirliggjandi verðbólga er að aukast og það þýðir að ef við tökum sveiflukennda liði út úr mælingunni er verðbólga samt sem áður að aukast og það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Bergþóra. „Þetta er mæling sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mikið til þannig Seðlabankinn er kannski kominn í svolítið snúna stöðu. Það hefur komið högg á útflutningsgreinarnar okkar síðastliðna mánuði en við erum samt sem áður með mikla verðbólgu og miðað við óbreytta stöðu er líklegast að Seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í nóvember, ekki nema við sjáum hagkerfið kólna enn frekar á næstu vikum.“ Snúið verkefni Verðbólga hafi nú verið í kringum fjögur prósent frá ársbyrjun og það verði erfitt að ná henni niður í markmið. Á síðustu fundum peningastefnunefndar hafi komið fram að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga fer að hjaðna, sem Bergþóra telur að gerist í byrjun næsta árs. „Vonandi er þetta ekki það sem koma skal, að flestir liðir séu að hækka milli mánaða. Það er svolítið áhyggjuefni í okkar augum en við gerum samt sem áður ráð fyrir að hún muni hjaðna. En hún mun hjaðna hægt og það mun taka tíma,“ segir Bergþóra.
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira