Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 12:49 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext ehf. vísir/Ívar Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira