Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 12:49 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext ehf. vísir/Ívar Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið. Mikil eftirvænting ríkir og jafnvel óvenju mikil en forsvarsmenn fjölda hagsmunasamtaka hafa kallað eftir vaxtalækkun og vísað í röð áfalla í útflutningsgreinum. Þar má nefna bilun hjá Norðuráli, lokun PCC á Bakka, samdrátt hjá Elkem, gjaldþrot Play og aukið atvinnuleysi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Kontext og efnahagsráðgjafi síðutu ríkisstjórnar, segir stöðuna vissulega áhyggjuefni. „Maður hefur áhyggjur af því og þá hvaða áhrif það muni kannski hafa á næstu mánuðum. En staðan í dag er hins vegar sú að innlend eftirspurn, sem er náttúrulega það sem Seðlabankinn horfir mest til þegar það er verið að ákveða vexti, hún er enn sem komið er gjörsamlega bara á fljúgandi siglingu. Það voru að koma nýjar kortaveltutölur í morgun og takturinn í því er bara þannig að það er mjög mikill kortavöxtur hjá heimilunum,“ segir Konráð. Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt í fyrramálið. Næsta ákvörðun eftir þessa verður ekki fyrr en 4. febrúar á næsta ári.vísir/Anton Hann segir peningastefnunefnd með bundnar hendur að ákveðnu leyti þar sem nefndin hefur rætt um mikilvægi þess að verðbólgan hjaðni nær markmiði áður en ráðist verði í frekari vaxtalækkun. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent. „En út af versnandi horfum trúi ég þó eiginlega ekki öðru en að við munum fá allavega mun mildari tón. Að því verði gefið undir fótinn um að það muni þurfa að lækka vexti kannski meira og hraðar heldur en áður var gert ráð fyrir, þar sem þessi áföll munu mögulega þá seinna draga úr eftirspurninni hér innanlands og kæla hagkerfið. Það geti þá þýtt að Seðlabankinn geti náð verðbólgumarkmiðinu aðeins lægri vöxtum en annars.“ Lækkun væri stefnubreyting Greiningardeildir hafa spáð óbreyttu vaxtastigi og Konráð telur einnig afar ólíklegt að þeir verði lækkaðir. „Miðað við það sem þau eru búin að segja, að þá væri það mikil stefnubreyting og þau kannski óttast áhrif á trúverðugleikann að fara að lækka vexti allt í einu, þegar þau eru búin að segja eitthvað allt annað áður. En það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa og nefndin á náttúrulega að vera framsýn. Þannig að ég myndi kannski ekki útiloka það að við fáum einhverja litla lækkun á morgun, þó að ég eigi ekkert sérstaklega von á því,“ segir Konráð.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira