„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. nóvember 2025 10:41 Vilhjálmur Birgisson hefði viljað sjá meiri lækkun. vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. „Þessi stýrivaxtalækkun sem kemur í dag er afskaplega aumingjaleg,“ segir Vilhjálmur. „Ég hefði að lágmarki viljað sjá 50 punkta þannig að það hefði nú verið svona smá kraftur í þessu. En það er alveg ljóst að þetta er lítið skref í rétta átt og, og það er betra að sjá einhverja lækkun en enga, eins og greiningardeildir bankanna voru að spá,“ segir Vilhjálmur. Litla bjartsýni er að merkja í orðum verkalýðsleiðtogans á Akranesi. „Það er alveg ljóst að það er verið að soga allt súrefni frá heimilum og fyrirtækjum og veikja getu þeirra til að halda aftur af kostnaðarhækkunum. Við skulum hafa það bara hugfast að hár fjármagnskostnaður fyrirtækja, það eru bara neytendur sem að greiða fyrir hann með einum eða öðrum hætti í formi hærra vöruverðs og hærri þjónustugjalda. Þannig að meiri lækkun stýrivaxta getur hjálpað fyrirtækjum við að draga úr fjármagnskostnaði og skapa þannig svigrúm til þess að þeir geti haldið aftur af verðlagi.“ Hann rifjar upp aðgerðir í svokallaðri þjóðarsátt árið 1990. „Hún gekk fyrst og fremst út á það að stuðla að því að lækka vexti hér hratt og vel til að hjálpa fyrirtækjunum og halda aftur af verðlagi og styðja fyrirtækin til að standa undir launakostnaði.“ Árangurinn hafi verið frábær. „Það er alveg ljóst að þetta hávaxtastig er að valda því að vöruverð á Íslandi og þjónusta verður miklu, miklu hærra. Og þetta er líka að bitna illilega á sveitarfélögunum og ríkissjóði sem er að greiða hvað, 110 milljarða í fjármagnskostnað, í vaxtagjöld. Þannig að ég hefði svo sannarlega viljað frekari vaxtalækkun, í ljósi þess að við erum að horfa hér upp á snögga kólnun í efnahagslífinu hjá okkur,“ segir Vilhjálmur. „Það þarf ekkert nema að horfa á hver staða okkar lykilútflutningsgreina er. Við þurfum ekki að horfa nema á húsnæðismarkaðinn þar sem að hann er botnfrosinn um þessar mundir. Þannig að, jú, þetta er lítið skref, en ég hefði svo sannarlega viljað sjá þetta mun kröftugra.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fasteignamarkaður Verðlag Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
„Þessi stýrivaxtalækkun sem kemur í dag er afskaplega aumingjaleg,“ segir Vilhjálmur. „Ég hefði að lágmarki viljað sjá 50 punkta þannig að það hefði nú verið svona smá kraftur í þessu. En það er alveg ljóst að þetta er lítið skref í rétta átt og, og það er betra að sjá einhverja lækkun en enga, eins og greiningardeildir bankanna voru að spá,“ segir Vilhjálmur. Litla bjartsýni er að merkja í orðum verkalýðsleiðtogans á Akranesi. „Það er alveg ljóst að það er verið að soga allt súrefni frá heimilum og fyrirtækjum og veikja getu þeirra til að halda aftur af kostnaðarhækkunum. Við skulum hafa það bara hugfast að hár fjármagnskostnaður fyrirtækja, það eru bara neytendur sem að greiða fyrir hann með einum eða öðrum hætti í formi hærra vöruverðs og hærri þjónustugjalda. Þannig að meiri lækkun stýrivaxta getur hjálpað fyrirtækjum við að draga úr fjármagnskostnaði og skapa þannig svigrúm til þess að þeir geti haldið aftur af verðlagi.“ Hann rifjar upp aðgerðir í svokallaðri þjóðarsátt árið 1990. „Hún gekk fyrst og fremst út á það að stuðla að því að lækka vexti hér hratt og vel til að hjálpa fyrirtækjunum og halda aftur af verðlagi og styðja fyrirtækin til að standa undir launakostnaði.“ Árangurinn hafi verið frábær. „Það er alveg ljóst að þetta hávaxtastig er að valda því að vöruverð á Íslandi og þjónusta verður miklu, miklu hærra. Og þetta er líka að bitna illilega á sveitarfélögunum og ríkissjóði sem er að greiða hvað, 110 milljarða í fjármagnskostnað, í vaxtagjöld. Þannig að ég hefði svo sannarlega viljað frekari vaxtalækkun, í ljósi þess að við erum að horfa hér upp á snögga kólnun í efnahagslífinu hjá okkur,“ segir Vilhjálmur. „Það þarf ekkert nema að horfa á hver staða okkar lykilútflutningsgreina er. Við þurfum ekki að horfa nema á húsnæðismarkaðinn þar sem að hann er botnfrosinn um þessar mundir. Þannig að, jú, þetta er lítið skref, en ég hefði svo sannarlega viljað sjá þetta mun kröftugra.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fasteignamarkaður Verðlag Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent