Tunglið

Fréttamynd

Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar

Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS).

Erlent
Fréttamynd

Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall

Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka.

Erlent
Fréttamynd

Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið

Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið.

Erlent
Fréttamynd

Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn og aftur

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl.

Erlent
Fréttamynd

Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út

Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út.

Erlent
Fréttamynd

Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina

Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

NASA leitar hugmynda um tungljeppa

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Glitti í sól­myrkvann á höfuð­borgar­svæðinu

Nokkrir heppnir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sáu glitta í sólina – og já, mánann í leiðinni – á milli skýjanna í morgun. Skýjað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og var því viðbúið að Íslendingar fengju ekki að berja sólmyrkva augum.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu sólmyrkvann í beinni

Skýjað og rigning er nú víða á landinu þegar deildarmyrkvi á sólu fer yfir fyrir hádegið. Myrkvinn sést þó víðar á norðurhveli og hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Gæti glitt í sól­myrkvann á milli rigningar­skýjanna

Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið

Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið.

Erlent
Fréttamynd

SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship.

Erlent
Fréttamynd

Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn

Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið.

Erlent
Fréttamynd

Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins

Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn.

Erlent
Fréttamynd

NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Geimfararnir sem stefna á tunglið

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars.

Erlent