Kringlan

Loka Jömm í Kringlunni og leita upprunans
Í dag er seinasti opnunardagur veitingastaðar Jömm í Kringlunni. Í samtali við Vísi segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi Jömm, að þau stefni á að fara „back to basics“.

Gaupi fór í Kringluna og fékk svar við stóru spurningunni um þjóðaríþrótt Íslendinga
Árangur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í janúar vakti auðvitað mikla athygli hér á landi en þar náðu Strákarnir okkar í handboltanum enn á ný að sameina þjóðina.

Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni
Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Ljósmyndasýningu ætlað að hvetja konur í leghálsskimun
Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun.

Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni
Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna.

Árásin gróf og litin alvarlegum augum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Ungmenni frömdu vopnað rán í Kringlunni
Hópur ungmenna réðst að dreng í Kringlunni í gær og rændi hann síma. Hópurinn beitti kylfu í árásinni með alvarlegum afleiðingum.

Starfsmenn Securitas gæta stærsta vinningsins í sögu HHÍ
Tveir starfsmenn Securitas gæta nú 110 milljóna króna í Kringlunni, en um er að ræða stærsta vinninginn í sögu Happdrætti Háskóla Íslands sem er þar til sýnis.

Macland í Kringluna eftir ellefu ár í miðbænum
Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone.

„Keppa um 250.000 krónur í beinhörðum peningum“
Í Kringlunni fer fram í dag sérkennileg keppni sem kallast Duracell áskoruninn. Þar eru átta keppendur að keppa um 250.000 krónur í beinhörðum peningum í beinni útsendingu.

„Verslunin hefur færst heim“
Erlend verslun hefur dregist saman um tvö þriðju síðustu ár meðan sú innlenda hefur aukist talsvert. Innlend fataverslun á netinu þrefaldaðist á síðasta ári og sú erlenda jókst um helming. Verslunin hefur færst heim segir framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Stórskrýtið „flashmob“ atriði Steinda og Sögu í Kringlunni
Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Fyrsta verslunin í húsinu með eingöngu íslenska gjafavöru
Rammagerðin hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Í versluninni er að finna vörur frá tæplega 50 íslenskum hönnuðum og vörumerkjum.

Langar raðir kjósenda í Kringlunni og Smáralind
Landsmenn streyma til að kjósa utan kjörfundar sem aldrei fyrr en á þriðja tímanum í dag höfðu rúmlega 37 þúsund manns greitt atkvæði á landvísu.

Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði
Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna á laugardaginn en óvenju margir hafa þó nýtt möguleikann á að kjósa utan kjörfundar þetta árið. Þeirra á meðal er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti í Kringluna í dag.

Hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind og Kringlunni
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni.

Tvær verslanir í Kringlunni lokaðar vegna smits
Verslun Eymundssonar í Kringlunni var lokuð í dag eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna í gær. Stefnt er að því að verslunin verði opin á morgun.

Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu
Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa.

Allir starfsmenn H&M í Kringlunni í sóttkví og versluninni lokað í dag
Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi H&M verslunar í Kringlunni. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa verið sendir í sjö daga sóttkví og verður verslunin lokuð í dag.

Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera
Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna.