Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. janúar 2025 13:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að í dag séu janúarútsölurnar formlega byrjaðar. Stöð 2 Hinar árlegu janúarútsölur hefjast formlega í dag, en nokkrar verslanir tóku þó forskot á sæluna milli jóla og nýárs. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að neytendur ættu að geta gert góð kaup, sérstaklega með kaupum á árstíðabundnum vörum. Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“ Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“
Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
„Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent