Fréttamynd

Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis.

Innlent
Fréttamynd

Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg

Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið viðurkennir brot í fjórtán málum hjá MDE

Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og eiga það öll sameiginlegt að hafa verið höfðuð vegna ólöglegrar skipan dómara við Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarka

Íslenska ríkið braut gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Bjarka Diego, sem starfaði sem framkvæmdastjóri útlana hjá Kaupþingi, var kallaður inn sem vitni í maí 2010, við rannsókn sérstaks saksóknara, í stað þess að fá réttarstöðu grunaðs.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið viður­kennir mis­tök í máli Maríu í ítar­legri um­fjöllun CNN

CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg

Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni.

Erlent
Fréttamynd

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir

Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.