Greiðslumiðlun

Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember
Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020.

Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu.

Truflanir á þjónustu greiðsluþjónustufyrirtækja á svörtum fössara
Truflanir eru á þjónustu greiðsluþjónustufyrirtækja á einum stærsta verslunardegi ársins. Samkvæmt tilkynningu Valitor orsakast truflanirnar af netárás en ekki álagi á kerfinu.

Posabirgir stærstu færsluhirða landsins er í sigti bandarískra yfirvalda
Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði húsleit á skrifstofu kínverska kortaposaframleiðandans PAX Global Technhology í lok október en það er einn helsti birgir stærstu færsluhirðanna á Íslandi; SaltPay og Valitor.

Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“
Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna.

Bilun olli því að Mastercard-kortum var hafnað
Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir.

Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa.

Telur viðskiptahætti Borgunar ekki hafa verið villandi og óréttmæta
Neytendastofa telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar eftir kvörtun Rapyd Europe hf. þar sem fyrirtækið sakaði samkeppnisaðilann Borgun um villandi og óréttmæta viðskiptahætti.

„Það var bara allt kreisí“
Netglæpir verða sífellt algengari og telur lögreglufulltrúi tímabært að skýra ýmis atriði í löggjöfinni. Mikið álag var á verslunarmönnum um helgina vegna netárása á greiðslumiðlunarfyrirtæki.

Áfram truflanir á þjónustu Valitor í kvöld
Truflanir voru á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor á sjöunda tímanum í kvöld. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi vegna netárásar.

Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni
Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar.

Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini
Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa.

Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun
Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld.

Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay
Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Stofnandi Creditinfo ráðinn forstjóri SaltPay
Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, hefur verið ráðinn nýr forstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay. Áður sat Reynir í stjórn fyrirtækisins.

Laut í lægra haldi fyrir erlendum tæknirisum
Viðskiptabankarnir töldu að lítil eftirspurn væri eftir greiðsluappinu Kvitt og vildu frekar einbeita sér að innleiðingu erlendra lausna á borð við Apple Pay. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur litlar áhyggjur af því að alvarleg röskun geti orðið á tengingu Íslands við erlend greiðslukortakerfi.

Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans
Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini.

Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði
Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar.

Velta erlendra korta hátt í tvöfaldaðist milli mánaða
Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi nam 23,7 milljörðum króna í júlí. Það er 14 milljarða hækkun frá sama mánuði í fyrra eða sem nemur 144 prósent aukningu. Jókst erlend velta um 11 milljarða á milli júní og júlí 2021 eða um 87 prósent.

Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka
Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna.