Gerum það sem við getum: Sniðgöngum Rapyd og vörur frá Ísrael Auður Styrkársdóttir skrifar 5. apríl 2024 07:30 Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun