Besta deild karla

Fréttamynd

Tryggvi og Eyþór í agabanni gegn KR í kvöld

Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson, leikmenn ÍBV verða hvorugir í leikmannahópi félagsins sem mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Báðir brutu þeir agareglur liðsins um síðustu helgi og verða því fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Íslandsmeisturunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Fram 2-2

Grindavík náði mikilvægu 2-2 jafntefli gegn Fram á heimavelli í kvöld. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram tvisvar yfir í leiknum en Iain James Williamson og Hafþór Ægir Vilhljálmsson jöfnuðu jafn oft. Hafþór jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir en allt benti til þess að Fram myndi innbyrða sanngjarnan sigur. Enn munar því sex stigum á liðunum í fallbaráttunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 3-4

Blikar sýndu ótrúlegan karakter í 4-3 sigri á Val í leik liðanna í í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Vodafonevellinum í kvöld. Blikar skoruðu fjögur mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins en þeir misstu markvörð sinn Ingvar Þór Kale að velli með rautt spjald á 66. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur fær langmest frá Knattspyrnusambandi Evrópu

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar kemur líka fram að Valsmenn fá langstærsta hluta þessarar upphæðar. Hér hefur mest að segja að með Valsliðinu léku nokkrir færeyskir landsliðsmenn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

"Hlægilegt hjá greyið manninum"

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum

"Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sören Colding hættur hjá AG

Sören Colding, framkvæmdastjóri danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, hefur sagt upp störfum. Ekstraxbladed greinir frá þessu.

Handbolti
Fréttamynd

Joe Tillen til Vals

Enski kantmaðurinn Joe Tillen er genginn í raðir Valsmanna frá Selfossi. Tillen skrifaði undir tveggja ára samning við Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Grindavík 2-1

Keflvíkingar unnu í kvöld verðskuldaðan 2-1 sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík, í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með glæsilegu marki undir lok leiks. Útlitið því orðið verulega dökkt fyrir Grindvíkinga en þeir eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn