Besta deild karla

Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 18. umferð

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og lauk þar með 18. umferð. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær og má nálgast upptöku af þættinum á Vísi. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá The Constellations – Perfect day.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt

"Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0

FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Fylkir 4-0

Framarar unnu frábæran sigur á Fylki, 4-0, á Laugardalsvellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. Heimamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og keyrðu gjörsamlega yfir Fylkismenn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og allt fór á versta veg eftir það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórsarar komnir upp í Pepsi-deildina á ný

Þórsarar frá Akureyri endurheimtu sæti sitt í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag eftir 3-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum í 19. umferð 1. deild karla í dag. Þetta var áttundi deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með xx stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar Örn á leið til Sandnes Ulf

Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, gengur að öllum líkindum til liðs við norska liðið Sandnes Ulf í dag. Um lánsamning út leiktíðina er að ræða. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, í samtali við Vísi í morgunsárið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Það ruglar enginn neitt í mér

Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis í 4-0 sigrinum á Keflavík í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Valur vann einnig 4-0 sigur í fyrri leiknum og virðist henta liðinu vel að mæta Bítlastrákunum af Reykjanesinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi var aðeins í mánaðarlöngu agabanni

Það vakti athygli að Tryggvi Guðmundsson var kominn aftur í leikmannahóp FH í kvöld. Hann hefur verið í agabanni síðan hann braut agareglur á Þjóðhátíð. Miðað við ummæli eftir það var ekki búist við því að hann myndi spila aftur fyrir liðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-grýla hjá Magnúsi Gylfasyni - 1 stig af 27 mögulegum

Það hefur ekki gengið vel hjá liðum Magnúsar Gylfasonar á móti FH í efstu deild karla. Magnús mætir með Eyjamenn í Kaplakrikann í kvöld en leiknum var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00.

Íslenski boltinn