Hlutabótaleiðin

Fréttamynd

Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin

Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað

Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum.

Innlent
Fréttamynd

Ríf­lega 30 þúsund manns hafa sótt um hluta­bætur

Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna

Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur

Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag

Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári.

Innlent