Hagsmunir stúdenta

Fréttamynd

Á­byrgðar­maður hafði betur gegn Mennta­sjóði náms­manna

Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sumar­störfum fyrir 2.500 náms­menn út­hlutað

Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar.

Innlent
Fréttamynd

„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“

Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti.

Innlent
Fréttamynd

Mennta­kerfi fram­tíðarinnar

Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. 

Skoðun
Fréttamynd

At­vinnu­leysi og at­vinnu­leysi

Nýlega létu mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) framkvæma könnun þar sem m.a. átti að kortleggja atvinnuleysi meðal stúdenta síðastliðið sumar. Þetta var gott framtak, enda skynsamlegt fyrir stjórnvöld að skoða reynsluna af aðgerðunum í fyrra áður en þau taka ákvarðanir varðandi aðgerðir fyrir komandi sumar.

Skoðun
Fréttamynd

Námsmenn fá launahækkun í sumar

2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.

Innlent
Fréttamynd

Stór­sigur Röskvu tryggði sex­tán full­trúa af sau­tján

Röskva – samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vann stórsigur í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands nú í kvöld. Röskva náði inn 16 fulltrúum í ráðið af alls 17. Hin stúdentahreyfingin í framboði, Vaka – hagsmunafélag stúdenta, fékk því einn.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lag fyrir fram­tíðina

Skipulagið í kringum Háskóla Íslands er að miklu leyti litað af þeirri skipulagsstefnu sem réði ríkjum á höfuðborgarsvæðinu á miðri seinustu öld. Var þá litið á háskólann sem vinnustað eins og hvern annan miðsvæðis sem nemendur og starfsmenn keyra í úr úthverfunum á morgnanna og svo heim klukkan fjögur.

Skoðun
Fréttamynd

Nám í mennta­vísindum ætti ekki að vera annars flokks

Síðastliðin ár hefur verið aukin eftirspurn í nám á menntavísindasviði Háskóla Íslands sem að samfélagið allt ætti að taka fagnandi. Því það er mikil þörf á fagfólki á vettvangi náms í víðum skilningi og á öllum menntastigum samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vel­ferð stúdenta er á á­byrgð há­skólans

Eftir viðburðaríkt ár er mikilvægt að staldra við, anda og setja sér markmið fyrir það sem koma skal. Að þessu sinni miðast ár nemenda líklega ekki við áramót heldur fyrsta samkomubann COVID-19, þann 13. mars 2020.

Skoðun
Fréttamynd

Foreldrar í námi eiga betra skilið

Á mínum háskólaferli hef ég heyrt mikið talað um réttindi og hagsmuni foreldra í námi, en hef því miður ekki séð öfluga rödd tala fyrir raunverulegum vandamálum foreldra sem stunda nám og er ég tilbúin að beita sér að fullum krafti fyrir hagsmunum þessa hóps.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnrétti nemenda til náms

Eftir margra ára baráttu hefur Röskvuliðum í Stúdentaráði Háskóla Íslands tekist að tryggja að sjúkra- og endurtökupróf fyrir jólapróf séu haldin í janúar.

Skoðun
Fréttamynd

Það er margt sem má bæta

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég aldrei pælt mikið í stúdentapólítík fyrr en núna. Einn dag þegar ég var að skrolla niður Facebook sá ég að Vaka var að óska eftir fólki í undirnefndir sínar.

Skoðun
Fréttamynd

Námslánin eru ekki að sinna sínu hlutverki

Námslán eru eitthvað sem að flestir stúdentar þurfa einhvern tímann að pæla í. Það er yfirgnæfandi fjöldi fólks sem þarf á námslánum að halda til þess að geta stundað háskólanám og annað nám.

Skoðun
Fréttamynd

Missum ekki dampinn

Síðastliðið ár hefur verið lærdómsríkt fyrir alþjóð, nýjar kringumstæður hafa skapast sem okkur ber að aðlagast. Þar má nefna nýtt starfs- og námsumhverfi sem nú er að mestu leyti komið í rafrænt form með fjarbúnaði.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.