Hagsmunir stúdenta

Nýr Menntasjóður landsbyggðinni í vil
Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna.

Örgreinar frá ungum frambjóðendum
Ungt fólk hefur verið sérstaklega sýnilegt í samfélagsumræðunni á líðandi kjörtímabili. Hagsmunasamtök nemenda hafa rekið stöðuga baráttu fyrir málefnum eins og geðheilbrigði og hin stöðugu vandræði með Menntasjóð námsmanna.

Misskilningur hjá Menntasjóði námsmanna
Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð.

Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld
Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið.

Eiga stúdentar ekki betra skilið?
Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands.

Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi
Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara.

Stúdentar þurfa að flytja með mánaðarfyrirvara og gætu þurft að greiða hærri leigu
Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna.

Fjórir milljarðar án réttinda
Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum.

Þreytt og komin með nóg
Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“

Ákvörðun um að gefa nemanda núll í prófi vegna meints prófsvindls felld úr gildi
Ákvörðun deildarforseta við raunvísindadeild Háskóla Íslands um að gefa nemanda núll í einkunn á lokaprófi í lífrænni efnafræði vegna meints prófsvindls hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun um að veita nemandanum ekki rétt til endurtökuprófs og að veita honum áminningu hefur einnig verið felld úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema sem birtur var í dag.

„Við máttum ekki alveg við þessu“
Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag.

Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“
Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt.


Bein útsending: Hundrað ára afmæli Stúdentaráðs HÍ
Stúdentaráð Háskóla Íslands býður til hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli ráðsins í dag. Afmælishátíðin fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands en vegna samfélagsástandsins verður beint streymi þaðan klukkan 18 fyrir gesti heima í stofu.

Lélegur plástur á blæðandi sár
Háskóli Íslands greindi frá því í byrjun mánaðarins að honum hafi borist um tvöfalt fleiri umsóknir í framhaldsnám á næsta vormisseri samanborið við síðasta ár. Þá fjölgaði stúdentum á þessu haustmisseri um rúmlega 2.000 samkvæmt nýjustu tölum háskólans.

Er hlustað á stærstu hagaðila háskólamenntunar?
Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu.

Bandsjóðandi reið út í rektor sem geri lítið úr stúdentum
„Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“

Erlendir nemar einir á báti
Síðustu tvær annir hafa verið öllum krefjandi og erfiðar. Nemendur finna fyrir auknu álagi, stressi og kvíða. Flestir eru orðnir langþreyttir á kennslu í gegnum samskiptaforritið ZOOM og að fá ekki að hitta fólk upp í skóla, en nærri því öll þessi önn hefur verið kennd á rafrænan máta.

Öryggi og velferð stúdenta í miðjum heimsfaraldri
Fyrst og fremst vil ég hrósa öllum stúdentum sem eru að stunda nám í miðjum heimsfaraldri. Þetta er ekki auðvelt og þetta er ekki sjálfsagt mál - eldri kynslóðir sem hafa lokið háskólagöngu sinni geta ekki sagst tengja við okkur né skilið erfiðleika þess að stunda nám við núverandi aðstæður.

Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda
Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins.