Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifa 4. nóvember 2025 12:00 Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS og BHM - Bandalag háskólamenntaðra fagna því að Alþingi skuli loksins hafa tekið ákveðin skref í að lagfæra alvarlega galla á íslenska námslánakerfinu með samþykkt laga nr. 253/2025. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa um árabil kallað eftir þessum breytingum, og urðu satt að segja fyrir vonbrigðum í vor er leið, þegar málþóf um veiðigjöld kom í veg fyrir að þetta mikilvæga frumvarp yrði tekið til afgreiðslu. En nú er því fagnað að málið skuli vera í höfn, því breytingarnar munu bæta stöðu fjölda námsmanna og greiðenda námslána. Minni greiðslubyrði og aukinn sveigjanleiki Helstu breytingar eru þær að niðurfelling námslána verður nú 20% í lok hverrar annar og 10% við námslok, í stað 30% niðurfellingar við námslok. Niðurfelling í lok hverrar annar þýðir að stuðningur við námsmenn nær til breiðari hóps og ekki þarf lengur að krossa fingur og vona að ekkert komi fyrir á námstímanum, sem sett gæti áætlanir um námsframvindu í uppnám. Breytingarnar skipta líka miklu fyrir þau sem eru bæði með LÍN-lánin svokölluðu (námslán fyrir árið 2020) og MSNM-lán (námslán eftir árið 2020), því nú verður hægt að sækja um að greiða af einu láni í einu, sem ekki hefur verið hægt til þessa. Þannig verður hægt að ljúka fyrst við að greiða nýja lánið (MSNM) og taka svo til við að greiða LÍN-lánið. Þetta mun létta greiðslubyrði þeirra sem tekið hafa lán úr báðum kerfum til muna. Að lokum verður tíminn frá útskrift og þar til endurgreiðslur hefjast lengdur, úr einu ári í 18 mánuði. Það léttir fjárhagslegar byrðar nýútskrifaðra og gefur þeim aukið svigrúm meðan þau eru að fóta sig á vinnumarkaði. Ofantaldar breytingar munu hafa virkilega jákvæð áhrif á líf námsmanna og ungs fólks sem stendur á mikilvægum tímamótum í lífi sínu. Þau eru að hefja feril sinn í því fagi sem þau hafa valið sér að ævistarfi og mörg eru á sama tíma að stofna fjölskyldu og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Breytingarnar eru jafnframt í takt við þau markmið sem Landssamtök íslenskra stúdenta hafa barist fyrir svo árum skiptir; jafnara aðgengi að námi, fyrirsjáanleika og réttlátara námslánakerfi sem uppfyllir hlutverk sitt sem félagslegt jöfnunartæki. Markaðsvæddur banki eða félagslegur jöfnunarsjóður? Þrátt fyrir að lögin feli í sér breytingar til hins betra er mikilvægt að horfast í augu við að námslánakerfið versnaði í raun við breytinguna úr LÍN- í MSNM-kerfi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa lánin versnað frá einni kynslóð til annarrar. Þegar Menntasjóður námsmanna var stofnaður árið 2020 var dregið úr beinum stuðningi ríkisins við námsmenn og sjóðurinn færður nær því að starfa eftir markaðsforsendum. Nú, fimm árum síðar, sjáum við að það voru alvarleg mistök. Á sama tíma hefur fjárfesting í ungu fólki sem vill afla sér háskólamenntunar dregist saman, eins og ný skýrsla sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir BHM leiðir í ljós. Þó að nýsamþykktar breytingar á Menntasjóði feli vissulega í sér meiri fyrirsjáanleika um vaxtakjör er áfram lögð áhersla á að sjóðurinn standi undir skuldbindingum sínum. Þannig er enn gert ráð fyrir að námsmenn beri áhættuálag, sem ætlað er að standa undir kostnaði við vanskil í sjóðnum. Fram til ársins 2020 bar ríkissjóður þá ábyrgð, en með tilkomu Menntasjóðs námsmanna færðist áhættan frá samfélaginu og yfir á einstaklinginn. Þegar allt kemur til alls þá bera stúdentar dagsins í dag markaðsvexti af námslánum sínum og greiða þannig margfalt hærri vexti en nokkurn tímann áður. Það fer illa saman að reka sjóðinn eins og hann sé banki þegar lögin segja að hann eigi að vera félagslegur jöfnunarsjóður. Horft til framtíðar Þrátt fyrir jákvæðar breytingar þingsins á námslánakerfinu er ljóst að verkefninu er langt í frá lokið. Frekari endurskoðun laganna bíður og er áríðandi að henni verði hraðað. LÍS hafa átt í virku samtali við ráðuneyti háskólamála og hafa ástæðu til að treysta orðum ráðherra sem hefur sett málið í forgang. Það er því von okkar að nýtt frumvarp verði lagt fyrir þingið eigi síðar en næsta haust, þar sem tekið verður á grundvallaratriðum er varða sanngjörn vaxtakjör, fjárfestingu í ungu fólki og námslán sem uppfylla hlutverk sitt með því að tryggja jafnara aðgengi að háskólanámi. LÍS og BHM líta svo á að nýju lögin séu áfangi en ekki endastöð. Í sameiningu höldum við áfram að vinna að því með stjórnvöldum að námslánakerfið verði í reynd það sem það á að vera: fjárfesting í ungu fólki, menntastigi og framtíðarlífsgæðum þjóðar. Því hver vill að námslánakerfið sé stúdentum fjötur um fót þegar lagt er af stað út í lífið og fyrstu sporin stigin inn á íslenskan vinnumarkað? Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Hagsmunir stúdenta Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS og BHM - Bandalag háskólamenntaðra fagna því að Alþingi skuli loksins hafa tekið ákveðin skref í að lagfæra alvarlega galla á íslenska námslánakerfinu með samþykkt laga nr. 253/2025. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa um árabil kallað eftir þessum breytingum, og urðu satt að segja fyrir vonbrigðum í vor er leið, þegar málþóf um veiðigjöld kom í veg fyrir að þetta mikilvæga frumvarp yrði tekið til afgreiðslu. En nú er því fagnað að málið skuli vera í höfn, því breytingarnar munu bæta stöðu fjölda námsmanna og greiðenda námslána. Minni greiðslubyrði og aukinn sveigjanleiki Helstu breytingar eru þær að niðurfelling námslána verður nú 20% í lok hverrar annar og 10% við námslok, í stað 30% niðurfellingar við námslok. Niðurfelling í lok hverrar annar þýðir að stuðningur við námsmenn nær til breiðari hóps og ekki þarf lengur að krossa fingur og vona að ekkert komi fyrir á námstímanum, sem sett gæti áætlanir um námsframvindu í uppnám. Breytingarnar skipta líka miklu fyrir þau sem eru bæði með LÍN-lánin svokölluðu (námslán fyrir árið 2020) og MSNM-lán (námslán eftir árið 2020), því nú verður hægt að sækja um að greiða af einu láni í einu, sem ekki hefur verið hægt til þessa. Þannig verður hægt að ljúka fyrst við að greiða nýja lánið (MSNM) og taka svo til við að greiða LÍN-lánið. Þetta mun létta greiðslubyrði þeirra sem tekið hafa lán úr báðum kerfum til muna. Að lokum verður tíminn frá útskrift og þar til endurgreiðslur hefjast lengdur, úr einu ári í 18 mánuði. Það léttir fjárhagslegar byrðar nýútskrifaðra og gefur þeim aukið svigrúm meðan þau eru að fóta sig á vinnumarkaði. Ofantaldar breytingar munu hafa virkilega jákvæð áhrif á líf námsmanna og ungs fólks sem stendur á mikilvægum tímamótum í lífi sínu. Þau eru að hefja feril sinn í því fagi sem þau hafa valið sér að ævistarfi og mörg eru á sama tíma að stofna fjölskyldu og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Breytingarnar eru jafnframt í takt við þau markmið sem Landssamtök íslenskra stúdenta hafa barist fyrir svo árum skiptir; jafnara aðgengi að námi, fyrirsjáanleika og réttlátara námslánakerfi sem uppfyllir hlutverk sitt sem félagslegt jöfnunartæki. Markaðsvæddur banki eða félagslegur jöfnunarsjóður? Þrátt fyrir að lögin feli í sér breytingar til hins betra er mikilvægt að horfast í augu við að námslánakerfið versnaði í raun við breytinguna úr LÍN- í MSNM-kerfi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa lánin versnað frá einni kynslóð til annarrar. Þegar Menntasjóður námsmanna var stofnaður árið 2020 var dregið úr beinum stuðningi ríkisins við námsmenn og sjóðurinn færður nær því að starfa eftir markaðsforsendum. Nú, fimm árum síðar, sjáum við að það voru alvarleg mistök. Á sama tíma hefur fjárfesting í ungu fólki sem vill afla sér háskólamenntunar dregist saman, eins og ný skýrsla sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir BHM leiðir í ljós. Þó að nýsamþykktar breytingar á Menntasjóði feli vissulega í sér meiri fyrirsjáanleika um vaxtakjör er áfram lögð áhersla á að sjóðurinn standi undir skuldbindingum sínum. Þannig er enn gert ráð fyrir að námsmenn beri áhættuálag, sem ætlað er að standa undir kostnaði við vanskil í sjóðnum. Fram til ársins 2020 bar ríkissjóður þá ábyrgð, en með tilkomu Menntasjóðs námsmanna færðist áhættan frá samfélaginu og yfir á einstaklinginn. Þegar allt kemur til alls þá bera stúdentar dagsins í dag markaðsvexti af námslánum sínum og greiða þannig margfalt hærri vexti en nokkurn tímann áður. Það fer illa saman að reka sjóðinn eins og hann sé banki þegar lögin segja að hann eigi að vera félagslegur jöfnunarsjóður. Horft til framtíðar Þrátt fyrir jákvæðar breytingar þingsins á námslánakerfinu er ljóst að verkefninu er langt í frá lokið. Frekari endurskoðun laganna bíður og er áríðandi að henni verði hraðað. LÍS hafa átt í virku samtali við ráðuneyti háskólamála og hafa ástæðu til að treysta orðum ráðherra sem hefur sett málið í forgang. Það er því von okkar að nýtt frumvarp verði lagt fyrir þingið eigi síðar en næsta haust, þar sem tekið verður á grundvallaratriðum er varða sanngjörn vaxtakjör, fjárfestingu í ungu fólki og námslán sem uppfylla hlutverk sitt með því að tryggja jafnara aðgengi að háskólanámi. LÍS og BHM líta svo á að nýju lögin séu áfangi en ekki endastöð. Í sameiningu höldum við áfram að vinna að því með stjórnvöldum að námslánakerfið verði í reynd það sem það á að vera: fjárfesting í ungu fólki, menntastigi og framtíðarlífsgæðum þjóðar. Því hver vill að námslánakerfið sé stúdentum fjötur um fót þegar lagt er af stað út í lífið og fyrstu sporin stigin inn á íslenskan vinnumarkað? Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun