Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifa 4. nóvember 2025 12:00 Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS og BHM - Bandalag háskólamenntaðra fagna því að Alþingi skuli loksins hafa tekið ákveðin skref í að lagfæra alvarlega galla á íslenska námslánakerfinu með samþykkt laga nr. 253/2025. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa um árabil kallað eftir þessum breytingum, og urðu satt að segja fyrir vonbrigðum í vor er leið, þegar málþóf um veiðigjöld kom í veg fyrir að þetta mikilvæga frumvarp yrði tekið til afgreiðslu. En nú er því fagnað að málið skuli vera í höfn, því breytingarnar munu bæta stöðu fjölda námsmanna og greiðenda námslána. Minni greiðslubyrði og aukinn sveigjanleiki Helstu breytingar eru þær að niðurfelling námslána verður nú 20% í lok hverrar annar og 10% við námslok, í stað 30% niðurfellingar við námslok. Niðurfelling í lok hverrar annar þýðir að stuðningur við námsmenn nær til breiðari hóps og ekki þarf lengur að krossa fingur og vona að ekkert komi fyrir á námstímanum, sem sett gæti áætlanir um námsframvindu í uppnám. Breytingarnar skipta líka miklu fyrir þau sem eru bæði með LÍN-lánin svokölluðu (námslán fyrir árið 2020) og MSNM-lán (námslán eftir árið 2020), því nú verður hægt að sækja um að greiða af einu láni í einu, sem ekki hefur verið hægt til þessa. Þannig verður hægt að ljúka fyrst við að greiða nýja lánið (MSNM) og taka svo til við að greiða LÍN-lánið. Þetta mun létta greiðslubyrði þeirra sem tekið hafa lán úr báðum kerfum til muna. Að lokum verður tíminn frá útskrift og þar til endurgreiðslur hefjast lengdur, úr einu ári í 18 mánuði. Það léttir fjárhagslegar byrðar nýútskrifaðra og gefur þeim aukið svigrúm meðan þau eru að fóta sig á vinnumarkaði. Ofantaldar breytingar munu hafa virkilega jákvæð áhrif á líf námsmanna og ungs fólks sem stendur á mikilvægum tímamótum í lífi sínu. Þau eru að hefja feril sinn í því fagi sem þau hafa valið sér að ævistarfi og mörg eru á sama tíma að stofna fjölskyldu og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Breytingarnar eru jafnframt í takt við þau markmið sem Landssamtök íslenskra stúdenta hafa barist fyrir svo árum skiptir; jafnara aðgengi að námi, fyrirsjáanleika og réttlátara námslánakerfi sem uppfyllir hlutverk sitt sem félagslegt jöfnunartæki. Markaðsvæddur banki eða félagslegur jöfnunarsjóður? Þrátt fyrir að lögin feli í sér breytingar til hins betra er mikilvægt að horfast í augu við að námslánakerfið versnaði í raun við breytinguna úr LÍN- í MSNM-kerfi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa lánin versnað frá einni kynslóð til annarrar. Þegar Menntasjóður námsmanna var stofnaður árið 2020 var dregið úr beinum stuðningi ríkisins við námsmenn og sjóðurinn færður nær því að starfa eftir markaðsforsendum. Nú, fimm árum síðar, sjáum við að það voru alvarleg mistök. Á sama tíma hefur fjárfesting í ungu fólki sem vill afla sér háskólamenntunar dregist saman, eins og ný skýrsla sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir BHM leiðir í ljós. Þó að nýsamþykktar breytingar á Menntasjóði feli vissulega í sér meiri fyrirsjáanleika um vaxtakjör er áfram lögð áhersla á að sjóðurinn standi undir skuldbindingum sínum. Þannig er enn gert ráð fyrir að námsmenn beri áhættuálag, sem ætlað er að standa undir kostnaði við vanskil í sjóðnum. Fram til ársins 2020 bar ríkissjóður þá ábyrgð, en með tilkomu Menntasjóðs námsmanna færðist áhættan frá samfélaginu og yfir á einstaklinginn. Þegar allt kemur til alls þá bera stúdentar dagsins í dag markaðsvexti af námslánum sínum og greiða þannig margfalt hærri vexti en nokkurn tímann áður. Það fer illa saman að reka sjóðinn eins og hann sé banki þegar lögin segja að hann eigi að vera félagslegur jöfnunarsjóður. Horft til framtíðar Þrátt fyrir jákvæðar breytingar þingsins á námslánakerfinu er ljóst að verkefninu er langt í frá lokið. Frekari endurskoðun laganna bíður og er áríðandi að henni verði hraðað. LÍS hafa átt í virku samtali við ráðuneyti háskólamála og hafa ástæðu til að treysta orðum ráðherra sem hefur sett málið í forgang. Það er því von okkar að nýtt frumvarp verði lagt fyrir þingið eigi síðar en næsta haust, þar sem tekið verður á grundvallaratriðum er varða sanngjörn vaxtakjör, fjárfestingu í ungu fólki og námslán sem uppfylla hlutverk sitt með því að tryggja jafnara aðgengi að háskólanámi. LÍS og BHM líta svo á að nýju lögin séu áfangi en ekki endastöð. Í sameiningu höldum við áfram að vinna að því með stjórnvöldum að námslánakerfið verði í reynd það sem það á að vera: fjárfesting í ungu fólki, menntastigi og framtíðarlífsgæðum þjóðar. Því hver vill að námslánakerfið sé stúdentum fjötur um fót þegar lagt er af stað út í lífið og fyrstu sporin stigin inn á íslenskan vinnumarkað? Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Hagsmunir stúdenta Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS og BHM - Bandalag háskólamenntaðra fagna því að Alþingi skuli loksins hafa tekið ákveðin skref í að lagfæra alvarlega galla á íslenska námslánakerfinu með samþykkt laga nr. 253/2025. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa um árabil kallað eftir þessum breytingum, og urðu satt að segja fyrir vonbrigðum í vor er leið, þegar málþóf um veiðigjöld kom í veg fyrir að þetta mikilvæga frumvarp yrði tekið til afgreiðslu. En nú er því fagnað að málið skuli vera í höfn, því breytingarnar munu bæta stöðu fjölda námsmanna og greiðenda námslána. Minni greiðslubyrði og aukinn sveigjanleiki Helstu breytingar eru þær að niðurfelling námslána verður nú 20% í lok hverrar annar og 10% við námslok, í stað 30% niðurfellingar við námslok. Niðurfelling í lok hverrar annar þýðir að stuðningur við námsmenn nær til breiðari hóps og ekki þarf lengur að krossa fingur og vona að ekkert komi fyrir á námstímanum, sem sett gæti áætlanir um námsframvindu í uppnám. Breytingarnar skipta líka miklu fyrir þau sem eru bæði með LÍN-lánin svokölluðu (námslán fyrir árið 2020) og MSNM-lán (námslán eftir árið 2020), því nú verður hægt að sækja um að greiða af einu láni í einu, sem ekki hefur verið hægt til þessa. Þannig verður hægt að ljúka fyrst við að greiða nýja lánið (MSNM) og taka svo til við að greiða LÍN-lánið. Þetta mun létta greiðslubyrði þeirra sem tekið hafa lán úr báðum kerfum til muna. Að lokum verður tíminn frá útskrift og þar til endurgreiðslur hefjast lengdur, úr einu ári í 18 mánuði. Það léttir fjárhagslegar byrðar nýútskrifaðra og gefur þeim aukið svigrúm meðan þau eru að fóta sig á vinnumarkaði. Ofantaldar breytingar munu hafa virkilega jákvæð áhrif á líf námsmanna og ungs fólks sem stendur á mikilvægum tímamótum í lífi sínu. Þau eru að hefja feril sinn í því fagi sem þau hafa valið sér að ævistarfi og mörg eru á sama tíma að stofna fjölskyldu og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Breytingarnar eru jafnframt í takt við þau markmið sem Landssamtök íslenskra stúdenta hafa barist fyrir svo árum skiptir; jafnara aðgengi að námi, fyrirsjáanleika og réttlátara námslánakerfi sem uppfyllir hlutverk sitt sem félagslegt jöfnunartæki. Markaðsvæddur banki eða félagslegur jöfnunarsjóður? Þrátt fyrir að lögin feli í sér breytingar til hins betra er mikilvægt að horfast í augu við að námslánakerfið versnaði í raun við breytinguna úr LÍN- í MSNM-kerfi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa lánin versnað frá einni kynslóð til annarrar. Þegar Menntasjóður námsmanna var stofnaður árið 2020 var dregið úr beinum stuðningi ríkisins við námsmenn og sjóðurinn færður nær því að starfa eftir markaðsforsendum. Nú, fimm árum síðar, sjáum við að það voru alvarleg mistök. Á sama tíma hefur fjárfesting í ungu fólki sem vill afla sér háskólamenntunar dregist saman, eins og ný skýrsla sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir BHM leiðir í ljós. Þó að nýsamþykktar breytingar á Menntasjóði feli vissulega í sér meiri fyrirsjáanleika um vaxtakjör er áfram lögð áhersla á að sjóðurinn standi undir skuldbindingum sínum. Þannig er enn gert ráð fyrir að námsmenn beri áhættuálag, sem ætlað er að standa undir kostnaði við vanskil í sjóðnum. Fram til ársins 2020 bar ríkissjóður þá ábyrgð, en með tilkomu Menntasjóðs námsmanna færðist áhættan frá samfélaginu og yfir á einstaklinginn. Þegar allt kemur til alls þá bera stúdentar dagsins í dag markaðsvexti af námslánum sínum og greiða þannig margfalt hærri vexti en nokkurn tímann áður. Það fer illa saman að reka sjóðinn eins og hann sé banki þegar lögin segja að hann eigi að vera félagslegur jöfnunarsjóður. Horft til framtíðar Þrátt fyrir jákvæðar breytingar þingsins á námslánakerfinu er ljóst að verkefninu er langt í frá lokið. Frekari endurskoðun laganna bíður og er áríðandi að henni verði hraðað. LÍS hafa átt í virku samtali við ráðuneyti háskólamála og hafa ástæðu til að treysta orðum ráðherra sem hefur sett málið í forgang. Það er því von okkar að nýtt frumvarp verði lagt fyrir þingið eigi síðar en næsta haust, þar sem tekið verður á grundvallaratriðum er varða sanngjörn vaxtakjör, fjárfestingu í ungu fólki og námslán sem uppfylla hlutverk sitt með því að tryggja jafnara aðgengi að háskólanámi. LÍS og BHM líta svo á að nýju lögin séu áfangi en ekki endastöð. Í sameiningu höldum við áfram að vinna að því með stjórnvöldum að námslánakerfið verði í reynd það sem það á að vera: fjárfesting í ungu fólki, menntastigi og framtíðarlífsgæðum þjóðar. Því hver vill að námslánakerfið sé stúdentum fjötur um fót þegar lagt er af stað út í lífið og fyrstu sporin stigin inn á íslenskan vinnumarkað? Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun