

Tindastóll tók á móti Þrótti á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og með augastað á síðasta sætinu í efri hlutanum. Þróttur vann að lokum 1-2 í kuldanum á Sauðárkróki í kvöld.
Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.
Halldór Jón Sigurðarsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir jafntefli í kvöld, 3-3, á móti Þór/KA. Eftir að hafa lent 3-1 undir um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Tindastóll úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til leiksloka náði Tindastóll í stig gegn Þór/KA í 15. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur á Sauðárkróki, 3-3.
Þrátt fyrir tapið fyrir Val, 1-4, í Bestu deild kvenna í kvöld var þjálfari Tindastóls sáttur með sitt lið.
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld með því að skora þrjú mörk á fimmtán mínútum í seinni hálfleik. Lokatölur á Króknum 1-4, Valskonum í vil.
Nýliðar Tindastóls fá til sín mjög reynda og öfluga landsliðskonu fyrir næsta vetur og Stólarnir ætla augljóslega að setja mikið púður í kvennaliðið sitt.
„Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld.
Fylkir fékk Tindastól í heimsókn í dag í 13. umferð Bestu deildar kvenna. Unnu heimakonur stórsigur, 4-1, og gerðu í leiðinni botnbaráttuna enn meira spennandi.
Tindastóll hefur samið við franska leikmanninn Sadio Doucouré fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta. Hann spurði Martin Hermannsson ráða þegar Tindastóll bankaði á dyrnar hjá sér og Martin ráðlagði honum að prófa að spila á Íslandi.
Tindastóll hefur samið við hina spænsku Mariu del Mar Mazuecos um að leika mað liðinu út yfirstandandi tímabil í Bestu-deild kvenna.
Tindastóll og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli á Sauðárkróki í dag, í 12. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Aðeins tvö mörk voru skoruð í þremur leikjum Bestu deildar kvenna í gær. Andrea Rut í Breiðablik og Úlfa Dís í Stjörnunni tryggðu sigur fyrir sín lið með skotum fyrir utan teig sem má sjá hér að neðan.
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var svekktur í leikslok eftir 1-0 tap á móti toppliði Breiðabliks.
Blikakonur náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld.
Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi.
FH vann Tindastól á heimavelli 4-1. Heimakonur byrjuðu með látum og gerðu tvö mörk á fyrstu tólf mínútunum. Jordyn Rhodes minnkaði muninn fyrir gestina en FH svaraði með tveimur mörkum. Uppgjör, viðtöl og myndir á leiðinni
FH vann sannfærandi 4-1 sigur gegn Tindastóli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var þó ekki í skýjunum þar sem honum fannst liðið gefa allt of mikið eftir í stöðunni 2-0.
Tindastóll tapaði gegn FH á útivelli 4-1. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, var svekkt eftir leik og ósátt út í dómara leiksins sem var að hennar mati ekki að vernda leikmennina inni á vellinum.
Bandaríski leikstjórnandinn Dedrick Deon Basile er genginn í raðir Tindastóls frá Grindavík.
Spænski þjálfarinn Israel Martín Concepción hefur endurnýjað kynni sín við Körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Það vantaði ekki mörkin í Bestu deild kvenna í gær þegar níunda umferðin kláraðist. Valur, Tindastóll, Þór/KA og þróttur fögnuðu sigri í sínum leikjum.
Tindastóll vann 2-0 útisigur á Keflavík í 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum.
Áttunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og í þeim voru skoruð tíu mörk. Nú er hægt að sjá þessi mörk hér inn á Vísi.
Jordyn Rhodes átti sendingu sem leiddi til jöfnunarmarks Tindastóls í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag.
1-1 jafntefli varð niðurstaðan þegar Tindastóll og Víkingur Reykjavík leiddu saman hesta sína í Bestu deild kvenna í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í dag.
Sautján mörk voru skoruð í 7. umferð Bestu deildar kvenna sem fór fram í gær. Tveir leikmenn gerðu þrennu.
Kristrún Rut Antonsdóttir var allt í öllu í liði Þróttar er liðið vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu. Hún skoraði þrennu er liðið lagði Tindastól 4-2.
Meistaraflokkur Tindastóls mun leika í Subway-deild kvenna á næsta tímabili.
Benedikt Guðmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls í stað Pavels Ermolinskij. Benedikt segir að ástríðan fyrir körfubolta sé sérstök á Sauðárkróki og hann er afar spenntur fyrir starfinu.