Tindastóll

Fréttamynd

Stólarnir fara til Eistlands

Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla fara til Eistlands í haust og spila þar í undankeppni FIBA Europe Cup, en dregið var í riðla í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Var ná­lægt því að ganga í raðir Tinda­stóls

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Kristófer Acox leikmaður Vals, var nálægt því að ganga í raðir Íslandsmeistara Tindastóls eftir síðasta tímabil en segir að á endanum hafi það reynst erfið tilhugsun að ganga til liðs við liðið sem tók titilinn af honum og Val. Hann hefur nú samið við Val til næstu tveggja ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti

Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Gunnar Þorsteinsson yfirgefur Tindastól

Sigurður Gunnar Þorsteinsson tilkynnti á Facebook síðu sinni nú í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Tindastól. Framtíðin er óráðin samkvæmt Sigurði, en hann er þó ekki að hætta í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“

Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn