Þór Akureyri

Fréttamynd

Sjáðu glæsi­mark Úlfu, stór­sigur Stólanna, sjóð­heita Þróttara og Þór/KA þrennuna

Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Daníel tekur við KR

Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Fram og Þór Ak. á­fram í bikarnum

Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það verður alltaf talað um hana“

Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekki séns að fara í sumar­frí“

Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er mjög mikill full­komnunar­sinni“

Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekki tími ársins til að fara inn í ein­hverja skel“

„Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.

Körfubolti