Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Vilja breyta reglum eftir mál Arnars

Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu á­fram að skína

Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birnir Snær til Sví­þjóðar

Sænska knattspyrnufélagið Halmstad hefur tilkynnt að Birnir Snær Ingason, fráfarandi leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, sé nýjasti leikmaður félagsins. Ekki kemur fram hversu langan samning Birnir Snær gerir við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Birta í markinu hjá ný­liðunum

Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Þessi 22 ára markvörður verður því með nýliðunum í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Reiði og hatur eru oft góð orka“

Arnar Gunnlaugsson leyfði leikmönnum sínum ekki að fara heldur lét þá horfa á Blika taka á móti og fagna Íslandsmeistaraskildinum, á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan. Þannig vildi hann skapa hvatningu fyrir Víkinga sem í ár urðu svo Íslandsmeistarar með yfirburðum og einnig bikarmeistarar.

Íslenski boltinn