Haukar

Fréttamynd

Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt

Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu.

Körfubolti
Fréttamynd

Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“

Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn tekur við Haukum

Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild karla til 2025. Hann tekur við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum

Rúnar Sigtryggsson sem þjálfað hefur Hauka í Olís-deild karla í handbolta er hættur og hefur samið við Leipzig sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson þykir líklegasti arftaki Rúnars hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar í basli eftir tap á Kýpur

Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar

Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var.

Körfubolti