Yfirlýsing varðandi Okeke: „Gífurlega þakklát góðum viðbrögðum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 17:56 David Okeke var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann hneig til jarðar í leik með Haukum gegn Tindastóli í gær. Vísir/Anton Körfuknattleiksdeild Hauka sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fer yfir atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Tindastóli í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar leikmaður þeirra, David Okeke, hneig niður þegar skammt var eftir af öðrum leikhluta. David Okeke fór í hjartastopp í öðrum leikhluta leiksins. Hann féll til jarðar og mátti sjá að bjargráður hans gaf honum stuð. Hann komst til meðvitundar stuttu seinna og reisti sig við. Þá fékk David aftur stuð frá bjargráðnum og mátti sjá á svip hans að hann fann vel fyrir því. David settist aftur á varamannabekk liðs síns, en lítið var eftir að fjórðungnum og eftir leikhlé var hann ekki sjáanlegur á bekknum. Okeke hafði verið fluttur á sjúkrahús. Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Eins og áður segir sendu Haukar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem farið er yfir atvikið. Þar kemur meðal annars fram að Okeke hafi verið fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Hann hafi svo verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann er kominn undir læknishendur sérfræðinga. „Í gærkvöldi í leik Tindastóls og Hauka hneig David Okeke, leikmaður mfl. karla, niður í miðjum leik og þurfti á læknisaðstoð að halda í kjölfarið. Var farið með hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og rannsókna og gisti hann þar í nótt. Í morgun var farið með hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann kominn undir læknishendur sérfræðinga á Landspítalanum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja Haukar einnig þakka öllum þeim sem staddir voru í Síkinu fyrir góð viðbrögð. Sjálfboðaliðar og starfsmenn hússins hafi stokkið til og læknir, sem var meðal áhorfenda, aðstoðaði Okeke. „Það fór um marga þegar hann hneig niður og viljum við þakka góð viðbrögð á Sauðárkróki meðal sjálfboðaliða og starfsmanna í húsinu. Læknir sem var í húsinu meðal áhorfenda hjálpaði okkar manni og við erum við gífurlega þakklát góðum viðbrögðum. Nú bíðum eftir frekari fréttum af hans heilsu og vonum að hann nái fyrri styrk,“ segir að lokum. Haukar Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Sjá meira
David Okeke fór í hjartastopp í öðrum leikhluta leiksins. Hann féll til jarðar og mátti sjá að bjargráður hans gaf honum stuð. Hann komst til meðvitundar stuttu seinna og reisti sig við. Þá fékk David aftur stuð frá bjargráðnum og mátti sjá á svip hans að hann fann vel fyrir því. David settist aftur á varamannabekk liðs síns, en lítið var eftir að fjórðungnum og eftir leikhlé var hann ekki sjáanlegur á bekknum. Okeke hafði verið fluttur á sjúkrahús. Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Eins og áður segir sendu Haukar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem farið er yfir atvikið. Þar kemur meðal annars fram að Okeke hafi verið fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Hann hafi svo verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann er kominn undir læknishendur sérfræðinga. „Í gærkvöldi í leik Tindastóls og Hauka hneig David Okeke, leikmaður mfl. karla, niður í miðjum leik og þurfti á læknisaðstoð að halda í kjölfarið. Var farið með hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og rannsókna og gisti hann þar í nótt. Í morgun var farið með hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann kominn undir læknishendur sérfræðinga á Landspítalanum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja Haukar einnig þakka öllum þeim sem staddir voru í Síkinu fyrir góð viðbrögð. Sjálfboðaliðar og starfsmenn hússins hafi stokkið til og læknir, sem var meðal áhorfenda, aðstoðaði Okeke. „Það fór um marga þegar hann hneig niður og viljum við þakka góð viðbrögð á Sauðárkróki meðal sjálfboðaliða og starfsmanna í húsinu. Læknir sem var í húsinu meðal áhorfenda hjálpaði okkar manni og við erum við gífurlega þakklát góðum viðbrögðum. Nú bíðum eftir frekari fréttum af hans heilsu og vonum að hann nái fyrri styrk,“ segir að lokum.
Haukar Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Sjá meira