Körfubolti

Leik­manna­skipti í Subway-deildinni: Love og Tahvana­inen skipta um lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Love er öflugur varnarmaður en Ville Tahvanainen er mun betri skytta.
Daniel Love er öflugur varnarmaður en Ville Tahvanainen er mun betri skytta. Vísir/Anton Brink

Subway Körfuboltakvöld Extra heldur áfram að koma með brakandi ferskar fréttir úr Subway deildinni en í þætti kvöldsins er greint frá óvæntum leikmannaskiptum í íslensku deildinni.

„Við ætlum að byrja þennan þátt á því að koma með skúbb fyrir ykkur. Við ætlum að segja ykkur það að það er búið að gera ‚trade' í Subway-deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. 

Við þekkjum leikmannaskipti úr NBA deildinni en ekki í þeirri íslensku.

„Það er verið að endurskrifa söguna ‚NBA-style'. Leikmaður inn og leikmaður út. Það eru nágrannarnir Haukar og Álftanes sem eru að skipta á leikmönnum. Við erum með ansi góðar heimildir fyrir því. Daniel Love fer til Hauka en Ville Tahvanainen fer til Álftaness. Slétti skipti. Ég samt ekki hvort þeir skipta á íbúðum og bíl líka. Það verður að koma í ljós,“ sagði Tómas Steindórsson.

Álftaness lætur eins og Tómas sagði frá sér sænsk-bandaríska bakvörðinn Daniel Love í skiptum fyrir finnska bakvörðinn Ville Tahvanainen.

Love var með 11 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í átta leikjum með Álftanesliðinu en hann hitti þó aðeins úr 21 prósent þriggja stiga skota sinna eða 4 af 19.

Tahvanainen var með 16,0 stig og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í átta leikjum með Haukaliðinu en hann hitti úr 38 prósent þriggja stiga skota sinna eða 28 af 73.

Subway Körfuboltakvöld Extra verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.10 í kvöld en gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Tómasar Steindórssonar í kvöld er Haukamaðurinn Steinar Aronsson.

Hér fyrir neðan má sjá þá byrja þáttinn á þessu skúbbi og ræða síðan þessi leikmannaskipti. Þeir fara yfir hvort félagið þeim finnst græða meira á þessum skiptum.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Leikmannskipti í SubwayFleiri fréttir

Sjá meira


×