Haukar reka stigahæsta leikmann deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 15:32 Jalen Moore í sínum síðasta leik með Haukum sem var í tapi í tvíframlengdum leik á móti Val. Vísir/Hulda Margrét Bandaríski bakvörðurinn Jalen Moore hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka í Subway deild karla í körfubolta. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann er látinn taka pokann sinn. Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim Subway-deild karla Haukar Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Sjá meira
Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Sjá meira