Stjarnan

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 29-32 | Haukar í úrslit en Stjörnumenn bitu frá sér
Haukar voru með fimm marka forystu eftir fyrri leikinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildarinnar og kláruðu einvígið í kvöld en Stjörnumenn bitu frá sér.

„Sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir leikmenn sem búa til færin fyrir mig"
Stjarnan unnu Haukana 29-32. Þau úrslit dugðu hinsvegar ekki til og fóru Haukarnir áfram í úrslitaeinvígið eftir að hafa unnið leikinn í Garðabænum með fimm mörkum.Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar var svekktur með niðurstöðuna en þó stoltur af sínu liði.

Framlag Þórsara lækkaði um 69 prósent á milli leikja
Ekkert lið hefur spilað betur og ekkert lið hefur spilað verr í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í ár en Þórsarar á síðustu fimm dögum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 78-58 | Oddaleikur á laugardag
Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígnu gegn Þór Þorlákshöfn í Ásgarði í kvöld. Leikurinn einkenndist af hörðum varnarleik og þar voru heimamenn ofan á en leikar enduðu 78-58 Stjörnunni í vil. Oddaleikurinn fer fram á laugardag.

Gunnar Óla.: Ekki séns að ég sleppi leikjum á þessum tímapunkti
Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitarimmunni við Þór frá Þorlákshöfn með því að leggja þá að velli í fjórða leik liðanna 78-58. Það er mál manna að þeir hafi mætt af meiri hörku í leikinn og náð að setja sitt fingrafar á leikinn. Gunnar Ólafsson átti lykilkörfur sem komu hans mönnum á bragðið en hann var sáttur eftir leikinn.

Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik
Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Björgvin um sparkið í höfuð Péturs: Allir hoppa aðeins lengra og aldrei viljaverk
Björgvin Páll Gústavsson var flottur í marki Hauka í gærkvöldi þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta með fimm marka útisigri á Stjörnunni. Björgvin var líka í aðalhlutverki í umdeildasta atviki leiksins.

Patrekur: Hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur að tapa með fimm marka mun, 23-28, fyrir Haukum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði hins vegar að dagurinn hefði verið góður fyrir félagið Stjörnuna.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 23-28 | Haukar komnir með annan fótinn í úrslit
Haukar unnu sinn fimmtánda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 23-28, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar fara því með fimm marka forskot í seinni leikinn á Ásvöllum á föstudaginn kemur.

Hafa unnið leiki með 10,6 marka mun að meðaltali eftir að hafa marið Stjörnuna
Í fyrsta leik sínum í undanúrslitum úrslitakeppninnar í sögu félagsins mætir Stjarnan deildarmeisturum Hauka sem hafa unnið fjórtán leiki í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 115-92 | Þórsarar kjöldrógu Stjörnumenn og eru einum sigri frá úrslitaeinvíginu
Þór og Stjarnan mættust í Þorlákshöfn í kvöld í þriðja leik undanúrslitaeinvígisins. Gestrnir byrjuðu betur, en um miðjan fyrsta leikhluta tóku Þórsarar yfir og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 115-92 og strákarnir frá Þorlákshöfn eru nú einum sigri frá úrslitaeinvíginu.

Emil Karel: Það er bannað að hika í þessu liði
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega kampakátur eftir stórsigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Lokatölur 115-92, en Emil segir að liðið ætli sér lengra.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 1-2 | Stjarnan kom til baka í Árbæ
Eftir að hafa lent 1-0 undir kom Stjarnan til baka og vann 2-1 sigur á Fylki í kvöld. Heimliðið er enn að leita sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu.

Sjáðu stórkostlegt stökk Helga Laxdal á Stjörnudegi
Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Akraness í dag. Lið Stjörnunnar sigraði mótið með yfirburðum bæði í kvenna- og karlaflokki, urðu bæði lið Íslandsmeistarar á öllum áhöldum. Helgi Laxdal stal samt fyrirsögnunum með ótrúlegu stökki sínu.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum
Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Patrekur: Ég elska handbolta
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Selfossi í kvöld. Lokatölur 28-30 og Stjörnumenn eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“
Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni.

Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn
Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni
Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld.

Með yfir sjötíu prósenta skotnýtingu í úrslitakeppninni
Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir nýtingu Bandaríkjamannsins Austin James Brodeur í fyrstu sex leikjum Stjörnumanna í úrslitakeppninni því kappinn klikkar varla á skoti.

Önnur orrusta í átökum Garðbæinga og Þorlákshafnarbúa
Stjarnan og Þór Þorlákshöfn leiða saman hesta sína í Garðabæ í kvöld kl. 20.15, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.

Lena í Stjörnuna: Rakel Dögg hefur fylgst með henni síðan hún var tíu ára
Handknattleikskonan stórefnilega Lena Margrét Valdimarsdóttir hefur samið við Stjörnuna en hún yfirgefur þar með uppeldisfélagið sitt Fram.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 24-26 | Góð vörn lagði grunninn að sigri Selfyssinga
Selfyssingar unnu góðan tveggja marka sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í Mýrinni í kvöld. Lokatölur 26-24 en Stjarnan fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok leiks.

Ákvörðun Tandra undir lok leiks var kolröng
Selfoss er komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Stjörnunni eftir að hafa unnið þá í Garðabænum 24-26. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar svekktur eftir leikinn.

Innkastkerfi tilþrif leiksins: Þetta var kjaftshögg og naglinn í kistuna
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, bauð upp á flott þjálfaratilþrif á mikilvægum tímapunkti í fyrsta leik Stjörnunnar á móti Þór í Þorlákshöfn í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild karla í körfubolta.

Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær
Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins.

Fyrsta þrennan í úrslitakeppninni í meira en fjögur ár
Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson var í gærkvöldi með fyrstu þrennuna í úrslitakeppni karla í körfubolta síðan í marsmánuði 2017.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 90-99 | Stjarnan tók forystuna í Þorlákshöfn
Stjarnan heimsótti Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllina í kvöld. Jafnt var á öllum tölum fram að fjórða leikhluta en þá tóku gestirnir yfir og unnu að lokum mikilvægan níu stiga sigur. Lokatölur 90-99 og Stjarnan leiðir því 1-0 í einvíginu.

Arnar: Það er gott að vera kominn yfir en það skiptir engu ef við töpum 3-1
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var virkilega ánægður í leikslok eftir að lið hans tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Þór frá Þorlákshöfn. Lokatölur 90-99 en Arnar segir að sigurinn skipti engu máli ef lið hans fylgi honum ekkki eftir.

Delaney skaut ÍBV áfram í Mjólkurbikarnum
ÍBV er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikar kvenna eftir 2-1 sigur á Stjörnunni er liðin mættust í Garðabæ í kvöld.