

Landsliðskonan þrautreynda Arna Sif Pálsdóttir verður ekki með Val þegar, já eða ef, tímabilið í Olís-deildinni í handbolta heldur áfram.
Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur fært sig um set og er gengin til liðs við Val eftir að hafa leikið með FH á síðustu leiktíð.
Markaskorararnir Atli Viðar Björnsson og Patrick Pedersen voru þeir síðustu sem voru kynntir í draumaliði áratugarins.
Danski miðjumaðurinn Lasse Petry mun ekki leika með Íslandsmeisturum Vals á næstu leiktíð. Hinn 28 ára gamli Dani hefur samið við HB Köge sem leikur í dönsku B-deildinni.
Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið.
Tryggvi Hrafn Haraldsson sagði það verst geymda leyndarmál Íslands að hann hefði verið á leið í Val eftir tímabilið með ÍA nú í sumar. Þetta kom fram í viðtali Tryggva Hrafns við Fótbolta.net.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen samdi í dag við Val til tveggja ára. Hin tvítuga Sólveig lék með Fylki síðasta sumar en hún hefur einnig leikið með Breiðablik, Augnablik og HK/Víking hér á landi.
Stuðningsmenn Íslandsmeistara Vals fengu snemmbúna jólagjöf í dag þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skrifaði undir samning við félagið.
Ungar og efnilegar fótboltakonur í Val fá tækifæri til að spila með meistaraflokki undir merkjum KH frá og með næsta tímabili.
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir því að leika í atvinnumennsku á nýjan leik. Vinstri bakvörðurinn segir jafn framt að umræðan í kringum íslenska kvennalandsliðið á dögunum hafi verið óvægin.
Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók fyrir það að félagið væri í viðræðum við landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason um að spila með félaginu í Pepsi Max deildinni næsta sumar.
Rikki G. sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag að landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason sé mjög líklegur til að snúa aftur á heimaslóðir sínar í Val fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni.
Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Piteå.
Arnór Smárason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til Íslandsmeistaranna frá Lillestrøm.
Íslenska landsliðskonan Guðný Árnadóttir hefur yfirgefið Val og samið við ítalska stórveldið AC Milan.
Agnar Smári Jónsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar hann sig um átröskun en hann hefur glímt við sjúkdóminn undanfarin sex ár.
Knattspyrnufélagið Valur hefur gefið út tilkynningu þess efnis að lið þeirra stefni ekki á að taka þátt í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu nema breytingar eigi sér stað á mótshaldi.
Dagný Brynjarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir gætu spilað báðar með Val í Pepsi Max deild kvenna sumarið 2021.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi aftur við Val fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta.
Pétur Pétursson vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 en Valur tapaði í vítaspyrnukeppni.
Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag.
Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag.
Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu.
Elísa Viðarsdóttir ræddi leikinn við Glasgow City í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og það hvernig er að vera eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana.
Anna Rakel Pétursdóttir er á heimleið en fer þó ekki alla leið heim til Akureyrar því hún er á leiðinni til Vals.
Pavel Ermolinskij var gestur hjá Svövu Kristínu Grétarsdóttur í þættinum Líf utan leiksins. Þar fór hann meðal annars yfir félagsskipti sín frá KR og yfir í erkifjendurna í Val.
Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu.
Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku.
Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna.
Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku.