Landsvirkjun

Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort
Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar.

Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar
Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar.

Bilun í aflvél í Búrfelli 1 eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins
Síðastliðinn laugardag varð bilun í sátri rafala aflvélar 2 í Búrfelli 1. Ekki er búið að staðfesta hversu umfangsmikil bilunin er en í ljósi reynslunnar er lágmarksviðgerðartími í kringum sex vikur.

Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu
Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun.

Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar
Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru.

Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera
Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga.

Við þurfum meira af grænu orkunni okkar
Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar.

Þórdís Anna frá Kviku til Landsvirkjunar
Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun. Hún kemur til Landsvirkjunar frá Kviku banka, þar sem hún hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf undanfarin þrjú ár.

Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna
Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða
Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra.

Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar
Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Ísland getur klárað full orkuskipti
Skýr vilji er meðal þjóða að halda því markmiði að hlýnun jarðar aukist ekki um meira en 1,5°C. Sá vilji birtist á nýlokinni COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þeim samningi sem þjóðir undirrituðu að henni lokinni.

Græna orkan minnkar vistspor vöru og þjónustu
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu.

Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands
Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu.

Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis
Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu.

Knýja þarf orkuskiptin, en hvernig?
Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól.

Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok
Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi.

Vilja hraða orkuskiptum með grænum orkugarði á Reyðarfirði
Viljayfirlýsing um þátttöku fyrirtækja í uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð í gær. Vonast er til að verkefnin geti hraðað orkuskiptum á Íslandi.

Einfalda þarf regluverk um vindorku
Vindmyllur hafa heldur betur „sótt í sig veðrið“ undanfarin ár og misseri. Tæknin er þó síður en svo ný af nálinni, en vindmyllur hafa malað korn, hamrað járn og veitt vatni á akra í yfir 2.000 ár.

Kemur frá Landsvirkjun og tekur við markaðsmálunum hjá Isavia
Jón Cleon hefur verið ráðinn nýr deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia.

Sjálfbær orkuframtíð
„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum.

Að venju er varist
Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá.

Hringrásarhagkerfið og grænir iðngarðar
Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar.

Bein útsending: Grænir iðngarðar á Íslandi
Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag.

Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g.

Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði
Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun.

Arður af orku til þjóðar
Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna.

Fossinn Hverfandi að myndast og ásýnd Stuðlagils breytist
Reiknað er með að Hálslón fyllist í dag og fari á yfirfall. Það þýðir að fossinn Hverfandi myndast og Jökulsá á Dal verður vatnsmikil, straumhörð og gruggug, þar á meðal í Stuðlagili.

Losun frá jarðvarmastöðvum Landsvirkjunar fer minnkandi ár frá ári
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005.

Hefjumst handa strax!
Hvert tonn af koldíoxíði, sem sleppur út í andrúmsloftið, eykur hnattræna hlýnun. Þessi einföldu sannindi er að finna í nýútkominni ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál. Skýrslan er sú svartasta hingað til og niðurstaða vísindamannanna sem hana rita er að við þurfum að grípa til stórtækra aðgerða strax, ef ekki á illa að fara.