Setjum samdrátt samfélagslosunar í forgang Jóna Bjarnadóttir skrifar 20. október 2022 11:01 Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun