Viðskipti innlent

Bein útsending: Orkuskipti í flugi - tækifæri fyrir Ísland

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fundurinn er á vegum Icelandair, Isavia, Landsvirkjunar og Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fundurinn er á vegum Icelandair, Isavia, Landsvirkjunar og Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm

Morgunfundur Icelandair, Isavia, Landsvirkjunar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem ber yfirskriftina Orkuskipti í flugi - tækifæri fyrir Ísland hefst í dag klukkan 8:30. Búist er við því að fundinum ljúki klukkan 10.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Fundurinn er hluti af dagskrá Hringborðs norðurslóða og er opinn almenningi. Hann fer fram á Marriot Reykjavík Edition-hótelinu. 

Meðal þeirra sem sem taka þátt á fundinum eru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sigrún Jakobsdottir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla og Thomas Burger, markaðsstjóri umhverfis og sjálfbærni hjá Airbus.

Dagskrá:

Ávarp

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Sjálfbærnivegferð Airbus

Thomas Burger, markaðsstjóri umhverfis og sjálfbærni hjá Airbus.

Vetnisknúið innanlandsflug fyrir 2025

Rod Williams, viðskiptastjóri Universal Hydrogen.

Erum við tilbúin fyrir rafmagnaða framtíð á innanlandsflugvöllum?

Sigrún Jakobsdottir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla.

Raforka og grænt vetni – lykill að orkuskiptum í flugi á Íslandi

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar Landsvirkjunar.

Leiðin að kolefnishlutleysi – tækifæri Íslands

Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rektrar Icelandair.

Pallborðsumræður um orkuskipti í innanlandsflugi

Fundarstjóri: Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair og stjórnarmaður hjá SAF.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×