Viðskipti innlent

Magnús Þór til Kviku

Kjartan Kjartansson skrifar
Magnús Þór Gylfason
Magnús Þór Gylfason

Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári.

Í tilkynningu frá Kviku kemur fram að Magnús Þór hafi verið ráðinn á skrifstofu forstjóra. Hann kemur frá Landsvirkjun þar sem hann var forstöðumaður samskipta í ellefu ár.

Áður starfaði Magnús Þór sem skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg og aðstoðarmaður borgarstjóra. Einnig var hann um skeið framvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Magnús Þór er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur meðfram vinnu lagt stund á MBM-framhaldsnám með áherslu á stjórnun og stefnumótun við sama skóla.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×