Tugmilljarða hagnaður hjá Landsvirkjun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2022 14:51 Sogsvirkjun Landsvirkjun Landsvirkjun hagnaðist um 31 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er besta rekstrarniðurstaða á þessu tímabili í sögu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar þar sem helstu niðurstöður níu mánaða uppgjörs fyrirtækisins eru reifaðar. Hagnaður tímabilsins var 31 milljarður króna. Á sama tímabili síðasta árs nam hagnaðurinn 13,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 35 milljörðum króna. Er um að ræða 56,8 prósent hækkun á milli ára. Rekstrartekjur námu 72,2 milljörðum króna en voru 51,6 milljarðar króna yfir sama tímabil á síðast ári. Þær hækka því um 25 prósent. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri nam 51 milljarði króna sem er töluverð hækkun frá sama tímabili á síðasta ári. Þá nam handbært fé frá rekstri 31,1 milljarði króna. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var 42,1 dollarar á megavattstund, sem er hæsta verð á fyrstu níu mánuðum ársins í sögu Landsvirkjunar. Á gengi dagsins í dag er það um bil sex þúsund krónur. „Rekstrarniðurstaða fyrstu níu mánaða ársins var betri en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði jókst um 57% miðað við sama tímabil í fyrra og nam rúmum 35 milljörðum króna. Þessa aukningu má einkum rekja til skýrra rekstrarmarkmiða og hækkunar á raforkuverði til stórnotenda, en hana má meðal annars rekja til endursamninga undanfarinna ára sem tryggt hafa að flestir viðskiptavinir Landsvirkjunar borga nú verð sem er sambærilegt við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunnar í tilkynningu fyrirtækisins. Þar segir að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á árinu þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna dræms innrennslis til lóna og tíðra óveðra. „Fjölbreytt ný eftirspurn eftir raforku er bæði frá núverandi viðskiptavinum og áhugaverðum nýjum aðilum. Henni er því miður ekki hægt að mæta nema að takmörkuðu leyti, enda er orkukerfið fulllestað með tilliti til bæði afls og orku. Óhjákvæmilegt er að forgangsraða frekari sölu við þessar aðstæður,“ er einnig haft eftir Herði. Fyrr á árinu samþykkti stjórn félagsins að greiða eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkinu, fimmtán milljarða í arð fyrir árið 2021. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja. 25. október 2022 14:54 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar þar sem helstu niðurstöður níu mánaða uppgjörs fyrirtækisins eru reifaðar. Hagnaður tímabilsins var 31 milljarður króna. Á sama tímabili síðasta árs nam hagnaðurinn 13,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 35 milljörðum króna. Er um að ræða 56,8 prósent hækkun á milli ára. Rekstrartekjur námu 72,2 milljörðum króna en voru 51,6 milljarðar króna yfir sama tímabil á síðast ári. Þær hækka því um 25 prósent. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri nam 51 milljarði króna sem er töluverð hækkun frá sama tímabili á síðasta ári. Þá nam handbært fé frá rekstri 31,1 milljarði króna. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var 42,1 dollarar á megavattstund, sem er hæsta verð á fyrstu níu mánuðum ársins í sögu Landsvirkjunar. Á gengi dagsins í dag er það um bil sex þúsund krónur. „Rekstrarniðurstaða fyrstu níu mánaða ársins var betri en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði jókst um 57% miðað við sama tímabil í fyrra og nam rúmum 35 milljörðum króna. Þessa aukningu má einkum rekja til skýrra rekstrarmarkmiða og hækkunar á raforkuverði til stórnotenda, en hana má meðal annars rekja til endursamninga undanfarinna ára sem tryggt hafa að flestir viðskiptavinir Landsvirkjunar borga nú verð sem er sambærilegt við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunnar í tilkynningu fyrirtækisins. Þar segir að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á árinu þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna dræms innrennslis til lóna og tíðra óveðra. „Fjölbreytt ný eftirspurn eftir raforku er bæði frá núverandi viðskiptavinum og áhugaverðum nýjum aðilum. Henni er því miður ekki hægt að mæta nema að takmörkuðu leyti, enda er orkukerfið fulllestað með tilliti til bæði afls og orku. Óhjákvæmilegt er að forgangsraða frekari sölu við þessar aðstæður,“ er einnig haft eftir Herði. Fyrr á árinu samþykkti stjórn félagsins að greiða eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkinu, fimmtán milljarða í arð fyrir árið 2021.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja. 25. október 2022 14:54 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja. 25. október 2022 14:54
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20