Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Faraldurinn hefur náð hápunkti

Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi.

Innlent
Fréttamynd

„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“

Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Búið að taka yfir 30.000 sýni

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.616 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um þrjátíu frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. Búið er að taka yfir 30.000 sýni.

Innlent
Fréttamynd

Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra

Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa.

Erlent
Fréttamynd

Sjálf­sögðu miðlarnir

Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðir hins siðaða sam­fé­lags

Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­herinn okkar

Það er eins og við séum í stríði. Stríði við ósýnilegan aðila þar sem fá vopn koma okkur til varnar og allt traust okkar hvílir á heilbrigðishernum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi

Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 

Erlent
Fréttamynd

Gengið í takt

Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin Wu­han opnuð á ný

Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði.

Erlent