Aðgerðir hins siðaða samfélags Drífa Snædal skrifar 8. apríl 2020 12:15 Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Drífa Snædal Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Sjá meira
Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun