Heilbrigðisherinn okkar Erna Guðmundsdóttir skrifar 8. apríl 2020 10:30 Það er eins og við séum í stríði. Stríði við ósýnilegan aðila þar sem fá vopn koma okkur til varnar og allt traust okkar hvílir á heilbrigðishernum okkar. Við erum að tala um stéttir eins og þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, sjúkraþjálfara, náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu, lífeindafræðinga, sjúkraliða, lækna, læknaritara, starfsmenn í umönnun, starfsmenn í þrifum og sjúkraflutningamenn sem gera skyldu sína í samræmi við menntun sína og þjálfun. Heilbrigðisstarfsmönnum er lögum samkvæmt ekki skylt að veita hjálp ef þeir stofna með því lífi eða heilbrigði sínu í háska. Við sem heima sitjum sjáum hins vegar þessar stéttir og fleiri, stofna lífi sínu og heilbrigði í háska hverja einustu mínútu. Við sjáum myndir af okkar heilbrigðisher klæða sig upp í herklæði og mæta óvininum þótt það geti stofnað lífi og heilbrigði þeirra og jafnvel aðstandenda í háska. Starfsfólk mætir til starfa, sinnir sínum hlutverkum og teygir sig í flestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um því aðstæður krefjast þess. Það fer heim dauðþreytt á líkama og sál með för í andliti og stundum laskað á sálinni. Samt ánægt að hafa lagt sitt af mörkum. Í búsetuþjónustu fyrir fatlaða er staðinn vörður um að heimilisfólk sé ekki útsett fyrir smitum. Hjálpum heilbrigðishernum okkar sama hvaða hlutverki þau gegna. Drögum úr álagi á þau. Við sem erum ekki í fremstu víglínugetum lagt okkar hönd á plóginn með því einu að vera heima og ferðast innanhúss. Þau geta það ekki en við hin getum það. „Ég hlýði Víði“. En þú? Höfundur er framkvæmdastjóri BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Það er eins og við séum í stríði. Stríði við ósýnilegan aðila þar sem fá vopn koma okkur til varnar og allt traust okkar hvílir á heilbrigðishernum okkar. Við erum að tala um stéttir eins og þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, sjúkraþjálfara, náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu, lífeindafræðinga, sjúkraliða, lækna, læknaritara, starfsmenn í umönnun, starfsmenn í þrifum og sjúkraflutningamenn sem gera skyldu sína í samræmi við menntun sína og þjálfun. Heilbrigðisstarfsmönnum er lögum samkvæmt ekki skylt að veita hjálp ef þeir stofna með því lífi eða heilbrigði sínu í háska. Við sem heima sitjum sjáum hins vegar þessar stéttir og fleiri, stofna lífi sínu og heilbrigði í háska hverja einustu mínútu. Við sjáum myndir af okkar heilbrigðisher klæða sig upp í herklæði og mæta óvininum þótt það geti stofnað lífi og heilbrigði þeirra og jafnvel aðstandenda í háska. Starfsfólk mætir til starfa, sinnir sínum hlutverkum og teygir sig í flestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um því aðstæður krefjast þess. Það fer heim dauðþreytt á líkama og sál með för í andliti og stundum laskað á sálinni. Samt ánægt að hafa lagt sitt af mörkum. Í búsetuþjónustu fyrir fatlaða er staðinn vörður um að heimilisfólk sé ekki útsett fyrir smitum. Hjálpum heilbrigðishernum okkar sama hvaða hlutverki þau gegna. Drögum úr álagi á þau. Við sem erum ekki í fremstu víglínugetum lagt okkar hönd á plóginn með því einu að vera heima og ferðast innanhúss. Þau geta það ekki en við hin getum það. „Ég hlýði Víði“. En þú? Höfundur er framkvæmdastjóri BHM.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar