Gengið í takt Sveinbjörn Claessen skrifar 8. apríl 2020 08:30 Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun