Gengið í takt Sveinbjörn Claessen skrifar 8. apríl 2020 08:30 Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa byggingaframkvæmdir verið í blóma og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin eru mýmörg og af öllum stærðum og gerðum, allt frá hátæknisjúkrahúsi til algengari verkefna á borð við fjöleignarhús. Fjöldi verkefna endurspeglast sennilega einna best í þeim fjölda byggingarkrana sem gnæfa yfir verkstaði víða í borginni. Langflest verkefnanna eiga það sammerkt að samningur verkkaupa annars vegar og verktaka hins vegar liggur að baki þeim. Undantekningarlaust kveða slíkir samningar á um skilafrest(i) og oft líka verkáætlanir og tafabætur. Mikilvægasta skylda verktakans, ásamt þeirri að skila fullnægjandi verki, er að afhenda það á umsömdum tíma enda kann það að valda miklum skaða ef skilað er of seint, t.a.m. ef verslun opnar ekki fyrir jólin eða fasteignafélag getur ekki staðið við leigusamning. Endurspeglast það iðulega í fjárhæð tafabóta sem verktaka kann að vera gert að greiða dragist verkið á langinn. Ófögnuðurinn sem veirupestin er og geisar nú um allan heim hefur vafalaust áhrif á framvindu verkframkvæmda hér á landi, líkt og annars staðar. Samkomubannið þessa dagana kann eðli máls samkvæmt að torvelda störf verktaka og setur ugglaust strik í verkframvindu þeirra. Þá er ekki útilokað að „ástandið“ komi til með að hafa áhrif á tilkostnað við verk, til dæmis verð á ýmsu efni og flutningum. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að hvetja aðila verksamninga til þess að setjast niður og ræða þýðingu framangreinds. Fyrirséð er að verktakar fari fram á lengri verktíma og jafnvel breytt uppgjör vegna áður ófyrirséðs kostnaðar sem leiðir með beinum eða óbeinum hætti af Covid19 veirunni. Að sama skapi er ekki útilokað að með samningi taki verkið breytingum vegna hinna breyttu aðstæðna. Að mati þess sem ritar þessar línur er beinlínis bráðnauðsynlegt að aðilar gangi í takt í viðræðum sem þessum með tillitssemi og skilning á aðstæðum að leiðarljósi. Að öðrum kosti er hætt við að til óþarfra og tímafrekra deilna komi með ófyrirséðum málalyktum. Samvinna og skilningur á aðstæðum viðsemjenda mun þegar allt kemur til alls skila betri árangri. Höfundur er lögmaður á Landslögum.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar