Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Stefna á að prófa 100 þúsund á dag fyrir veirunni

Bresk stjórnvöld hafa nú slakað á kröfum um hverjir geta fengið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Stefnt er á að á morgun verði um hundrað þúsund manns prófaðir á dag.

Erlent
Fréttamynd

Vonar að kjara­samningar náist fyrir þriðju­dag

Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Margir kvíðnir vegna ástandsins

Engin er nú á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins sem er í mikilli rénun. Andleg vanlíðan hefur hins vegar aukist vegna afleiðinga faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Stuðnings­lánin nýtast að­eins 15 prósentum við­skipta­hag­kerfisins

Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna.

Innlent
Fréttamynd

Banna farþegaflug til og frá Argentínu fram í september

Ríkisstjórn Argentínu hefur bannað allt millilanda- og innanlandsflug með farþega vegna kórónuveirufaraldursins til 1. september. Samtök flugfélaga segja að þúsundir manna gætu misst vinnuna fyrir vikið og alþjóðleg flugmálayfirvöld segja aðgerðirnar brot á samningum.

Erlent
Fréttamynd

Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19

Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins.

Erlent