Höfundaréttur

Fréttamynd

ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hug­verk eru heimsins gæfa

Í óvissunni og umrótinu sem hafa einkennt heimsbyggðina síðustu mánuði felast ýmis tækifæri. Öll höfum við fylgst með því hvernig ástandið hefur kallað fram nýjar hugmyndir, flýtt fyrir margs konar þróun og kannski öðru fremur sýnt okkur hvers maðurinn er megnugur frammi fyrir bráðavanda.

Skoðun
Fréttamynd

Græn hugverk eru auðlind

Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans.

Skoðun
Fréttamynd

Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi

Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðila án árangurs. Í framhaldinu hafa deilurnar farið stigvaxandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útivistardóms krafist á Løvland í LA

Lögmaður Jóhanns Helgasonar krefst þess nú að kveðinn verði upp útivistardómur yfir höfundum lags og texta You Raise Me Up þar sem þeir hafi í engu sinnt stefnum í málinu um lögin You Raise Me Up og Söknuð.

Innlent
Fréttamynd

Hafna mála­til­búnaði tón­fræðings Jóhanns

Lög­menn fyrir­tækja sem Jóhann Helga­son stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á mála­til­búnaði tón­listar­fræðings sem vann á­lits­gerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles.

Innlent
Fréttamynd

Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu

Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up.

Innlent
Fréttamynd

Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum

Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.