Námslán

Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar
Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið.

Vont, verra eða versta námslánakerfið?
Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd.

Lánasjóðurinn besta getnaðarvörnin?
Á vormánuðum ár hvert eru úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna endurskoðaðar. Þessar reglur ráða miklu um stöðu námsmanna sem reiða sig á stuðning sjóðsins við að framfleyta sér.

Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina
Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi.

Vítahringur vonbrigða
Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta.

Fullt nám, hálft lán
Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum.

Menntasjóður námsmanna áfrýjar dómi héraðsdóms í ábyrgðarmannamáli
Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns.

Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna
Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag.

Námsmenn fá launahækkun í sumar
2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.

Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“
Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega.

Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri
Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins.

Nýr tónn sleginn
Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang.

Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn
Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði.

Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga
Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður.

Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til
Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til.

Hjónabandsmiðlarinn LÍN
Lánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa tekið fjölmörgum breytingum í gegnum tíðina. Menntamálaráðherra kynnti til dæmis nýlega breytingar á endurgreiðslum námslána sem gætu orðið að veruleika á næstu misserum.

Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk
Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans.

Afborganir námslána lækka
Stjórnvöld hafa í hyggju að lækka bæðði vexti og endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum.

Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu.

Blankur og brottvísaður
Vitið þið um störf í boði? Fyrir erlenda námsmenn? Sem tala ófullkomna íslensku en eru að læra? Sem bjóða upp á 200.000kr. á mánuð? Fyrir eingöngu 15 klukkustundir af vinnu vikulega? Þar sem atvinnurekendurnir eru til í að bíða upp að 90 eða fleiri daga svo að viðkomandi geti loksins unnið?