Innlent

Fréttamynd

Gengið á tinda Norðurlanda

Sænsku fjallgöngumennirnir Lars Carlsson og Jonas Eklund ætla að ganga á hæstu fjalltinda Norðurlandanna á innan við viku.

Innlent
Fréttamynd

Byggingarfyrirtæki í rannsókn

Grunur leikur á að íslenskt byggingarfyrirtæki standi að innflutningi erlendra verkamanna sem starfa án tilskilinna leyfa hér á landi. Alþýðusamband Ísland hefur upplýsingar um aðkomu fyrirtækisins að slíkum málum og rætt hefur verið við forsvarsmenn þess. Lögreglu hefur jafnframt verið tilkynnt um málið.

Innlent
Fréttamynd

Launadeila á Suðurnesjum

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga til fundar á mánudag þar sem reyna á að leysa deilu félaganna. Starfsmannafélagið vísaði deilunni til sáttasemjara í vikunni, en deiluaðilar hafa ekki fundað frá því kjarasamningur féll úr gildi þann 31. mars síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sprungur á Norðlingaholti

Ein af stóru jarðskjálftasprungunum, sem ganga í gegnum Rauðavatn og Norðlingaholt, er nú vel sýnileg. Hún er það breið að nær væri að kalla gjá. Lægðin í landslaginu upp af Rauðavatni norðaustanverðu er í raun ein sprungan. Hún liggur síðan undir Suðurlandsveginn og áfram í gegnum nýbyggingasvæðið á Norðlingaholti.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægasta viðskiptamiðstöðin

Yfir tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Þá er talið að annar eins fjöldi íslenskra ferðamanna geti verið staddur í borginni en hún er langmikilvægasta viðskiptamiðstöð Íslendinga erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Rússnesk herskip til landsins

Tvö rússnesk herskip, kafbátavarnaskip og olíubirgðaskip, eru væntanleg í vináttuheimsókn hingað til lands um helgina. Kafbátavarnaskipið skýtur við komuna til Reykjavíkur á sunnudag 21 fallbyssuskoti frá borði skipsins í virðingarskyni við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Færri ökumenn keyra of hratt

Færri ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í annarri viku umferðarátaks sem Ríkislögreglustjóri og Umferðarstofa standa fyrir en í þeirri fyrstu. Átakið hófst 28. júní og felst í hertu umferðareftirliti á þjóðvegum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Vinnubrögð benda á al-Qaeda

Talsmenn lögreglunnar í Lundúnum segja nú að hryðjuverkin bera ummerki þess að hryðjuverkamenn al-Qaeda hafi verið að verki, og hryðjuverkasérfræðingar taka í sama streng. Eftirfarandi ummerki og vinnubrögð benda öll til þess: einföld skotmörk eða svokölluð mjúk skotmörk, tímasetning árásanna á meðan fundi leiðtoga stærstu iðnríkja heims stendur og frumstæð og ódýr tækni.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsdagar í Japan

Fjölmargir íslenskir listamenn koma fram á sérstökum þjóðardegi Íslands sem efnt verður til í borginni Chiryu í Japan 15. júlí næstkomandi. Hápunktur dagskránnar er eflaust flutningur á tónverkinu Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur en Sjón ljáði verkinu ljóð. Skólakór Kársness, Kammerkór Skálholts ljá verkinu rödd auk tónskáldins sjálfs.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gripið til öryggisráðstafana

Ekki hefur verið gripið til sérstakra öryggisráðstafana hérlendis í dag vegna atburðanna í London. Dómsmálaráðherra segir að öryggiskerfi landsins hafi verið styrkt á undanförnum misserum.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsverk bauð lægst í veginn

Tíu fyrirtæki skiluðu tilboðum í gerð malarvegs inn með austurströnd væntanlegs Hálslóns við Kárahnjúka, frá gatnamótum á Kárahnjúkavegi sunnan Sandfells að Litlu-Sauðá inn undir Brúarjökli. Vegurinn verður um 18 kílómetra langur.

Innlent
Fréttamynd

Yfirtökuskylda könnuð

Yfirtökunefnd hefur ákveðið að skoða hvort yfirtökuskylda hafi skapast í FL Group í kjölfar viðskipta með hlutabréf í félaginu í síðustu viku. Þrír hluthafar í félaginu ráða nú yfir rúmlega 65 prósenta hlut í því.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veðurstofan varar við hvassviðri

Húsbíll fauk á hliðina skammt frá Hólmavík í morgun en þar er nú mjög hvasst og varar lögreglan á Hólmavík ökumenn á húsbílum eða með fellihýsi við að vera þar á ferð. Þessa stundina er mjög hvasst á norðanverðu landinu og hálendinu. Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á miðhálendinu fram eftir degi, en reiknað er með veðrið gangi niður í kvöld og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti um sameiningu

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir nýrri reglugerð sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur undirritað, en hún miðar að sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðsins, segir að bæjarstjórnin öll sé einhuga í andstöðu sinni við þessi áform.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst hvenær ákærur verða birtar

Óljóst er hvenær ákærurnar yfir Baugsmönnum verða birtar. Dagblöð í Englandi hafa haldið því fram að ákærurnar verði birtar fyrir helgina en í samtali við Fréttastofu nú rétt fyrir fréttir sagði Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns Baugs Group að það væri ekki ljóst hvenær það yrði gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra á EXPO

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða viðstödd opnun íslenska skálans á Heimssýningunni, EXPO 2005, í Japan í næstu viku. Þá tekur forsætisráðherra þátt í ýmsum viðburðum tengdum þátttöku Íslands á Heimssýningunni.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður selur fjölda eigna

Íbúðalánasjóður hefur selt fjölda íbúða úr eigin eigu það sem af er ári og á í dag 64 íbúðir. Fyrir nokkru átti sjóðurinn 27 íbúðir í Vestmannaeyjum en eftir söluátak seldust níu þeirra. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs rekur ástæðurnar til betra ástands og bjartsýni í þjóðfélaginu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Allir Íslendingarnir fundnir

Starfsmenn utanríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Lundúnum hafa gengið úr skugga um að enginn Íslendingur var á meðal fórnarlamba tilræðanna í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Hættulegt birgðahald í heimahúsum

"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús víða um landið.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrum dæmdar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið og Þóru Fischer kvensjúkdómalækni til að greiða hjónum 7,6 milljónir króna í bætur vegna missis sonar þeirra, sem lést á kvennadeild Landspítalans fyrir tæpum þremur árum, fjórum dögum eftir fæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Akureyringar ánægðir

Akureyringar virðast vera ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins á mörgum sviðum ef marka má könnun IMG Gallup á lífskjörum íbúa á Akureyri annars vegar og íbúum höfuðborgarsvæðisins hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Bankastarfsmenn heilir á höldnu

Fjölmargir Íslendingar búa og starfa í London. Þar á meðal eru á fimmta tug starfsmanna Landsbankans. Búið er að hafa uppi á þeim öllum að sögn talsmanns bankans.

Innlent
Fréttamynd

Veikur af vosbúð við Kárahnjúka

"Minn maður liggur fárveikur eftir kulda og vosbúð á Kárahnjúkum," sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Ólafs Páls Sigurðssonar, þegar gerð var tilraun til að þingfesta mál á hendur honum fyrir að sprauta grænu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í Reykjavík um miðjan júní.

Innlent
Fréttamynd

Tugir breyttu ferðaáætlun

Ekki varð röskun á áætlunarflugi Icelandair og Iceland Express milli Keflavíkur og Lundúna í gær. Vélar beggja félaga lentu þar um hádegisbil og héldu til Íslands á ný klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á að Baugur dragi sig út

Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir í morgun að líkur séu á að Baugur dragi sig út úr tilboðshópnum í verslanakeðjuna Somerfield í dag. Aðrir í hópnum hafi þrýst á Baug að draga sig út allt frá því að Ríkislögreglustjóri ákærði Jón Ásgeir Jóhannesson og fimm aðra fyrir lögbrot í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fréttamönnum fækkað á RÚV

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fréttamönnum fækkað hjá Ríkisútvarpinu vegna niðurskurðar á seinni helmingi ársins. Hjá fréttastofu útvarps verður fækkað um einn í ritstjórn bæði Spegilsins og Morgunvaktarinnar, en nú eru þrír fréttamenn í ritstjórn hvors þáttar. Ekki á hins vegar að stytta þættina.

Innlent
Fréttamynd

Leifsstöð brýtur samkeppnislög

"Nú viljum við láta á það reyna hvort þessi starfsemi stenst lög með því að leggja fram kæru og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Kirkjur verði opnaðar í kvöld

Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, bendir þeim tilmælum til presta að þeir, eftir því sem því verður við komið, opni kirkjur sínar klukkan 18 í kvöld til að taka þar á móti fólki og leiða það í fyrirbæn fyrir fórnarlömbum atburðanna í London í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Sýni samstöðu með fórnarlömbum

Íslandsdeild Amnesty International hvetur almenning til að koma á Lækjartorg klukkan fimm í dag til að sýna samstöðu með fórnarlömbum árásanna í Lundúnum,og standa vörð um mannréttindi. Er fólk hvatt til að taka með sér kerti og tendra þau.

Innlent
Fréttamynd

Taka árás með stillingu

"Það er sérkennilegt að vera hér," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem stödd er í London. "Það er mikil þögn yfir borginni og nánast engir bílar á ferli."

Innlent