Innlent

Færri ökumenn keyra of hratt

Færri ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í annarri viku umferðarátaks sem Ríkislögreglustjóri og Umferðarstofa standa fyrir en í þeirri fyrstu. Átakið hófst 28. júní og felst í hertu umferðareftirliti á þjóðvegum landsins. Tæplega 250 ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs í fyrstu vikunni en færri það sem af er þessari viku að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra. Átakið stendur fram í október og er markmið þess að fækka slysum á þjóðvegum landsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×