Innlent

Fréttamynd

Líkið talið vera af Íslendingi

Lík af karlmanni, sem talinn er vera Íslendingur, fannst í tunnu fullri af steinsteypu í húsagarði í Boksburg í Suður-Afríku í vikunni. Mbl.is greinir frá þessu. Að sögn suður-afrískra fjölmiðla er talið að um sé að ræða mann sem hafði búið undanfarinn áratug þar í landi en hvarf fyrir um fimm vikum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei hærri rafleiðni í Múlakvísl

Hæsta rafleiðni sem nokkru sinni hefur sést í Múlakvísl mældist þar í síðustu viku en áin rennur undan Kötlu í Mýrdalsjökli. Leiðnin kom fram á síritum Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag en hækkandi leiðni er talin meðal fyrirboða umbrota í Kötlu.

Innlent
Fréttamynd

Loftbrú frá Íslandi í sextíu ár

Íslendingar hafa síðustu sextíu árin notið þess að tengjast öðrum löndum með reglubundnu áætlunarflugi. Þessum tímamótum var fagnað á flugvellinum í Glasgow í gær þar sem gamli og nýi tíminn í fluginu mættust í bókstaflegri merkingu.

Innlent
Fréttamynd

30.000 evrópsk sjúkratryggingakort

Tæplega 32 þúsund Íslendingar fengu sér evrópska sjúkratryggingakortið hjá Tryggingastofnun í maí og júní. Viðtökurnar hafa verið mun betri en reiknað var með en áður en útgáfa kortanna hófst þann 1. maí var gert ráð fyrir því að um þrjátíu þúsund kort yrðu gefin út á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Fallbyssuskot til heiðurs Ólafi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag fara um borð í rússneska herskipið Aðmírál Levsenkó. Nítján fallbyssuskotum verður hleypt af honum til heiðurs.

Innlent
Fréttamynd

Hella de Islandia

Þó aðeins séu fimmtán Chílebúar skráðir sem íbúar á Hellu er þetta samfélag mun stærra. Fjölmargir hafa færst sig um set og búa nú á Hvolsvelli en eru í góðum tengslum við granna sína og landa á Hellu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla uppsögnum gæslukvenna

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla uppsögnum tuttugu og tveggja starfskvenna á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Í yfirlýsingu frá borgarfulltrúm flokksins segir að uppsagnirnar séu skýr brot á loforðum R-listans um að viðkomandi starfsmönnum yrðu fundin önnur störf við hæfi hjá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla komu Rússanna

Samtök herstöðvaandstæðinga, sem á tímum kalda stríðsins þóttu höll undir Rússa þegar þau voru að mótmæla dvöl bandaríska hersins á íslenskri grundu, mótmæla nú komu rússnesku herskipanna til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ný stöð Atlantsolíu

Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir bensínstöð félagsins í Skeifunni og munu framkvæmdir við uppsetningu hefjast í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

800 milljóna lækkun á veltu

Þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir síðan í apríl og um 800 milljónir síðan í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harður árekstur tveggja vörubíla

Vörubílstjóri var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir mjög harðan árekstur tveggja vörubifreiða og fólksbíls við Vatnshorn í Húnaþingi vestra eftir hádegi í gær. Annar vörubílstjórinn slasaðist minna og tveir sem í fólksbílnum voru sluppu nær ómeiddir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn deildarforseti á Bifröst

Bernhard Þór Bernhardsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann hefur þegar tekið til starfa en Magnús Árni Magnússon, fráfarandi forseti viðskiptadeildar, er nýráðinn deildarforseti félagsvísinda- og hagfræðideildar skólans. Átta sóttu um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

2,9% hagvöxtur á fyrsta fjórðungi

Hagvöxtur mældist 2,9% að raunvirði á fyrsta fjórðungi ársins að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka. Bankinn segir minni vöxt landsframleiðslu ekki hægt að rekja til minni eftirspurnar því þjóðarútgjöld uxu alls um 11% að raunvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grípur ekki til aðgerða

Fjármálaeftirlitið ætlar ekki að grípa til aðgerða vegna sölu Íslandsbanka á tæplega 67 prósenta hlut í Sjóvá til eins af stjórnarmönnum bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lána einungis fyrir brunabótamati

Nú er orðið mun erfiðara að kaupa gamlar íbúðir en verið hefur þar sem bankarnir eru almennt hættir að lána nema sem nemur brunabótamati. Það getur hins vegar verið svo langt undir markaðsverði að bilið getur orðið óbrúanlegt fyrir kaupandann. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk mánuð fyrir að aka á stúlku

Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að aka niður 15 ára gamla stúlku við Bíldudal um miðjan júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést.

Innlent
Fréttamynd

Fréttablaðið bætir sig á landsvísu

Lestur Fréttablaðsins eykst á milli fjölmiðlakannanna Gallups meðan dregur úr lestri Morgunblaðsins og DV. Blaðið kemur nýtt inn með 44 % lestur á höfuðborgarsvæðinu. Sjónvarpsþátturinn Út og suður með Gísla Einarssyni er langvinsælastur.

Innlent
Fréttamynd

Koizumi ræddi hvalveiðimál

Halldór Ásgrímsson átti í gær fund með Junichiro Koizumi, starfsbróður sínum í Japan. Samstarf ríkjanna í hvalveiðimálum bar á góma að frumkvæði Koizumi og samkvæmt frétt Associated Press mun Halldór hafa sagt við Koizumi að ef Íslendingar hæfu atvinnuveiðar á hval myndu finnast leiðir til að starfa með Japönum.

Innlent
Fréttamynd

Skipun að ofan um áframhald

Viðræðunefnd flokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa hefur fengið skipun að ofan um að hætta karpi í fjölmiðlum. Forysta flokkanna í borginni vill áframhaldandi samstarf. Nefndin boðaði í gær breytt vinnulag og "farsæla" niðurstöðu í framhaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisendurskoðun svarar Helga

Ríkisendurskoðandi sendi formanni fjárlaganefndar í gær bréf þar sem hann svarar í rauninni spurningum sem Helgi beindi í síðustu viku til formannsins. Þar áréttar ríkisendurskoðandi að hann hafi alls ekki verið að fjalla um hækkun á markaðsvirði hlutabréfa þegar hann sagði í minnisblaði sínu að enginn söluhagnaður hefði orðið hjá Skinney-Þinganesi við sölu á bréfum sínum í Hesteyri.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur skotum færra en forsetinn

Davíð Oddsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn í rússneska herskipið Levsjenkó aðmírál í dag. Sautján fallbyssuskotum var hleypt af, Davíð til heiðurs. Hann ræddi við skipstjórnendur, skoðaði fleyið og fræddist um Íslandsheimsóknina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer um borð á morgun og verður þá nítján heiðursskotum hleypt af.

Innlent
Fréttamynd

Rændi lyfjum vopnaður hnífi

Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Lyf og heilsu í Domus Medica við Eiríksgötu í hádeginu í gær. Maðurinn var með klút fyrir andlitinu er hann hljóp inn í búðina, ógnaði starfsfólki með hnífnum og stökk yfir búðarborðið þar sem hann rótaði í lyfjaskúffum. Maðurinn hafði lyf á brott með sér en ekki er talið að um verulegt magn hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Rúta vó salt á vegkanti

Skelfing greip um sig í hópi þrjátíu erlendra ferðamanna sem voru um borð í rútu sem var rétt farin út af veginum á Steingrímsfjarðarheiði í gær. Vegkantur gaf sig og fór rútan hálf út af veginum og vó þar salt.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrotadómi áfrýjað

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar máli þar sem Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði mann af kynferðisbroti gegn 10 ára gamalli systurdóttur hans.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð R-listans að ráðast

Það gæti ráðist á fundi viðræðunefndar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í dag hvort R-lista flokkarnir bjóða áfram sameiginlega fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi hvalveiðarnar við Koizumi

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í dag fund í Tókýó með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. stuðning Íslands við tillögu Japans og fleiri ríkja um fjölgun sæta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá undirstrikaði Halldór mikilvægi Japansmarkaðar fyrir áframhaldandi hvalveiðar í vísindaskyni við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Domus Medica

Vopnað rán var framið í Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu fyrir stundu. Maður með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. Ræninginn beitti hnífnum þó ekki en hafði lítilræði af lyfjum á brott með sér.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu hettusóttartilfellin í 6 ár

Hettusótt, sem ekki hefur greinst hér á landi síðan árið 1999, greindist nýverið í þremur einstaklingum. Tveir þeirra sem sýktust höfðu ekki verið bólusettir gegn hettusótt að því er fram kemur í farsóttarfréttum frá Landlæknisembættinu. 

Innlent
Fréttamynd

Veiði mun betri en í fyrra

Það er rífandi gangur í laxveiðinni og víða er veiði mun betri en í fyrra. Veiðin í Norðurá er nærri helmingi meiri en á sama tíma í fyrra og Laxá í Kjós er að taka við sér eftir slaka byrjun.

Innlent