Innlent

Fréttamynd

Líkið talið vera af Íslendingi

Lík af karlmanni, sem talinn er vera Íslendingur, fannst í tunnu fullri af steinsteypu í húsagarði í Boksburg í Suður-Afríku í vikunni. Mbl.is greinir frá þessu. Að sögn suður-afrískra fjölmiðla er talið að um sé að ræða mann sem hafði búið undanfarinn áratug þar í landi en hvarf fyrir um fimm vikum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei hærri rafleiðni í Múlakvísl

Hæsta rafleiðni sem nokkru sinni hefur sést í Múlakvísl mældist þar í síðustu viku en áin rennur undan Kötlu í Mýrdalsjökli. Leiðnin kom fram á síritum Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag en hækkandi leiðni er talin meðal fyrirboða umbrota í Kötlu.

Innlent
Fréttamynd

Loftbrú frá Íslandi í sextíu ár

Íslendingar hafa síðustu sextíu árin notið þess að tengjast öðrum löndum með reglubundnu áætlunarflugi. Þessum tímamótum var fagnað á flugvellinum í Glasgow í gær þar sem gamli og nýi tíminn í fluginu mættust í bókstaflegri merkingu.

Innlent
Fréttamynd

30.000 evrópsk sjúkratryggingakort

Tæplega 32 þúsund Íslendingar fengu sér evrópska sjúkratryggingakortið hjá Tryggingastofnun í maí og júní. Viðtökurnar hafa verið mun betri en reiknað var með en áður en útgáfa kortanna hófst þann 1. maí var gert ráð fyrir því að um þrjátíu þúsund kort yrðu gefin út á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Fallbyssuskot til heiðurs Ólafi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag fara um borð í rússneska herskipið Aðmírál Levsenkó. Nítján fallbyssuskotum verður hleypt af honum til heiðurs.

Innlent
Fréttamynd

Hella de Islandia

Þó aðeins séu fimmtán Chílebúar skráðir sem íbúar á Hellu er þetta samfélag mun stærra. Fjölmargir hafa færst sig um set og búa nú á Hvolsvelli en eru í góðum tengslum við granna sína og landa á Hellu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla uppsögnum gæslukvenna

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla uppsögnum tuttugu og tveggja starfskvenna á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Í yfirlýsingu frá borgarfulltrúm flokksins segir að uppsagnirnar séu skýr brot á loforðum R-listans um að viðkomandi starfsmönnum yrðu fundin önnur störf við hæfi hjá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla komu Rússanna

Samtök herstöðvaandstæðinga, sem á tímum kalda stríðsins þóttu höll undir Rússa þegar þau voru að mótmæla dvöl bandaríska hersins á íslenskri grundu, mótmæla nú komu rússnesku herskipanna til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ný stöð Atlantsolíu

Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir bensínstöð félagsins í Skeifunni og munu framkvæmdir við uppsetningu hefjast í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Kennsl ekki borin strax

Að sögn talsmanns lögreglunnar í Suður-Afríku mun það taka nokkurn tíma að bera formleg kennsl á lík manns sem fannst þar í vikunni og er talið vera af Íslendingi. Reynt verður að fá vini mannsins til að bera kennsl á föt hans en hugsanlega þarf að bíða eftir að ættingjar komi til Suður-Afríku og gefi DNA-sýni.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um morð á Íslendingi

Lík af manni á fertugsaldri sem fannst í Suður-Afríku um helgina er sagt kunna vera af íslendingi sem búið hefur í Jóhannesarborg í um tíu ár. Yfirvöld hér heima hafa sent lögreglu í Suður-Afríku fyrirspurnir vegna málsins, en ekki er vitað af hverjum líkið er.

Innlent
Fréttamynd

Bílflökin enn á veginum

Lögreglan á Blönduósi biður ökumenn að sýna sérstaka aðgát skammt frá Vatnsnesvegamótum í Vestur-Húnavatnssýslu vegna tveggja vörubílsflaka. Bílarnir lentu saman í hörðum árekstri í gær þar sem einn maður hlaut beinbrot.

Innlent
Fréttamynd

Kúabændur huga að útrás

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda segir bjart fram undan hjá kúabændum, svo bjart að þeir séu farnir að huga að útrás. Sambandið hefur hvatt kúabændur til aukinnar mjólkurframleiðslu vegna vinsælda nýrra mjólkurafurða.

Innlent
Fréttamynd

Konum á gæsluvöllum sagt upp

Össur Skarphéðinsson segir að verið sé að brjóta loforð með því að segja upp tuttugu og tveimur konum á gæsluvöllum borgarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson segir konunum sýnt virðingarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Ódýrari símtöl til útlanda

Og Vodafone hefur tekið í notkun nýja þjónustu sem nefnist 1010 en með henni geta viðskiptavinir hringt ódýrari símtöl til útlanda. Með því að velja 1010 í stað 00 þegar hringt er til útlanda geta notendur fengið 16-40% afslátt af almennri verðskrá.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur 19 - Davíð 17

Skothríð hélt áfram við Reykjavíkurhöfn í dag, þriðja daginn í röð. Skipverjar á rússneskan herskipinu Lesjenkó aðmíráli skutu nítján heiðursskotum í loftið, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til heiðurs en hann skoðaði skipið í dag. Forsetinn fékk tveimur heiðursskotum meira en Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem var á sömu slóðum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk börn fá ekki nóg D-vítamín

Hátt hlutfall íslenskra barna fær ekki nægilega mikið D-vítamín dag hvern að sögn Ingu Þórsdóttur næringarfræðings, sem rannsakað hefur D-vítamínneyslu íslenskra barna.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af framtíð kjarasamninga

Kerfisbreytingin vegna dísilolíunnar veldur hækkun á vísitölu neysluverðs. Alþýðusamband Íslands segir hækkun vísitölunnar ekki koma á óvart og þar á bæ hafa menn áhyggjur af framtíð kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Búist við 3-4000 manns í Hrísey

Búist er við 3-4000 manns á Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey um næstu helgi. Á meðal þeirra sem munu skemmta gestum eru Stuðmenn og Hildur Vala og hljómsveitin Hundur í óskilum.

Lífið
Fréttamynd

Uppselt á rúmri mínútu

Miðar á nokkurs konar leynitónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hollywood seldust upp á einni mínútu og sex sekúndum. Nota þurfti sérstakt lykilorð til að kaupa miðana til að koma í veg fyrir að miðabraskarar kæmust í þá.

Lífið
Fréttamynd

PFS vill skýringar á viðgerðartöf

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um morð á Íslendingi

Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Útkall vegna eldri manns

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um níuleytið í gærkvöld vegna 65 ára manns sem hafði ekki skilað sér af Esjunni. Maðurinn hafði farið að heiman um hádegið og búist var við honum síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Minni losun gróðurhúsalofttegunda

Heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði um rúmt prósent milli áranna 2002 og 2003. Helstu ástæður lækkunarinnar eru minna útstreymi frá sjávarútvegi og landbúnaði en útstreymi frá samgöngum, iðnaði og byggingarstarfsemi jókst milli ára.

Innlent
Fréttamynd

500 milljarða fyrirtækjakaup

Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Foreldrarnir vilja áfrýjun

Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Kvaðir lagðar á símafyrirtæki

Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Ræningjans enn leitað

Lögreglan leitar enn að manni sem rændi töluverðu magni af örvandi lyfjum úr apótekinu Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu í hádeginu í gær. Hann huldi andlit sitt og hótaði starfsfólki með veiðihnífi.

Innlent