Innlent

Kúabændur huga að útrás

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda segir bjart fram undan hjá kúabændum, svo bjart að þeir séu farnir að huga að útrás. Sambandið hefur hvatt kúabændur til aukinnar mjólkurframleiðslu vegna vinsælda nýrra mjólkurafurða. Aðspurður af hverju þörf sé á þessari aukningu segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, að salan hafi einfaldlega gengið svo vel og kvótinn, eða greiðslumarkið eins og það er kallað í þessum geira, hafi einfaldlega ekki reiknað með svoan góðum viðtökum á nýjungum í mjólkurvörum. Hann segir ekki hættu á að mjólkurskortur verði; sambandið sé einfaldlega alltaf á tánum. Engu að síður séu bændur hvattir til að framleiða meira, hafi þeir tök á því, því þeir geti þannig aukið tekjur sínar. Snorri spáir því ekki að kúabýlum fari fjölgandi við þetta en þó gætu þau sem fyrir séu stækkað, auk þess sem fækkunin á býlum gæti farið að stöðvast. Undirbúningur er hafinn að útflutningi mjólkurafurða og er þá verið að horfa 5-7 ár fram í tímann því svona sé ekki gert í einni svipan að sögn Snorra, m.a. vegna þess að það taki tvö ár að ala upp góðan grip til mjólkurframleiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×